Aðgerðir gegn kulnun og streitu hjá kennurum – strax! Magnús Þór Jónsson skrifar 17. október 2021 12:00 Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun