Körfubolti

Daníel Guðni: Ég tek þessi tvö stig allan daginn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Daníel Guðni þjálfari Grindvíkinga
Daníel Guðni þjálfari Grindvíkinga Visir/Bára

„Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór Akureyri í kvöld.

„Við vorum ekki að spila vel og varnarlega vorum við þokkalegir í fyrri hálfleik. Þeir skora síðan fimmtán stig í þriðja leikhluta en þetta var ekki fallegur körfubolti,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór í kvöld.

„Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því. Við vorum ekki að spila vel og varnarlega vorum við þokkalegir í fyrri hálfleik. Þeir skora síðan fimmtán stig í þriðja leikhluta en þetta var ekki fallegur körfubolti,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór í kvöld.

Grindvíkingar byrjuðu mun betur og náðu fljótlega forskoti sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn. Staðan þá var 47-30.

„Fyrri hálfleikurinn var fínn. Svo setjumst við niður og það virðist vanta uppá í hausnum á okkur að við þurfum að klára þegar dýrið er sært, að fara alla leið með það. Við gefum þeim pláss og tíma til að spila eins og þeir vilja gera. Ég er ósáttur með það.“

„Síðan var lok á körfunni í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvað Ivan Aurrecoechea klikkaði á mörgum sniðskotum og við á þristum. Stundum er það svoleiðis, það er ennþá haust og okkur vantar enn leikmenn. Það er búið að vera svolítið bras en ég tek þessi tvö stig allan daginn.“

Grindvíkingar eru ekki enn komnir með Bandaríkjamann í sitt lið en hann mun fljótlega bætast við.

„Ég er búinn að eiga von á þeim nokkrum en þetta hefur gengið frekar erfiðlega undanfarið. En ég býst við einum Bandaríkjamanni í fyrramálið og við sjáum hvernig hann passar inn í þetta. Vonandi verður hann með í næsta leik,“ sagði Daníel Guðni að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.