Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Snorri Másson skrifar 4. október 2021 15:21 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Stöð 2 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins. Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins.
Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira