Körfubolti

Martin og fé­lagar komnir á blað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin átti fínan leik í kvöld.
Martin átti fínan leik í kvöld. Mike Kireev/Getty Images

Valencia vann sinn fyrsta sigur í ACB-deildinni í körfubolta á tímabilinu í deildinni. Unnu Martin Hermannsson og félagar 20 stiga útisigur á Manresa, 89-69.

Gestirnir frá Valencia voru sterkari frá upphafi til enda í kvöld. Þeir leiddu með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 38-28 . Héldu þeir áfram að bæta við forystuna í síðari hálfleik, lokatölur 89-69.

Martin skoraði sex stig í leiknum ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka tvö frákost.

Var þetta fyrsti sigur leikur Valencia í deildinni á leiktíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.