Innlent

Svona virka nýjar meðal­hraða­mynda­vélar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Til skoðunar er að koma nýju tækninni upp í Hvalfjarðargöngum.
Til skoðunar er að koma nýju tækninni upp í Hvalfjarðargöngum. vísir/vilhelm

Sam­göngu­ráðu­neytið hefur veitt lög­reglu heimild til að styðjast við nýjar hraða­mynda­vélar sem mæla meðal­hraða bíla á löngum vegar­kafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðal­akstur verður háttað.

Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina.

Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði.

Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin.

Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum

En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan:

Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna.

Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd.

Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund.

Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni.

Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni.

Óljóst hvernig yrði sektað

Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt.

En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.