Fjölbreyttir skólar Reykjavíkur þurfa að bjóða fjölbreytta þjónustu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. september 2021 11:01 Nú er tilbúið nýtt úthlutunarlíkan grunnskóla Reykjavíkur, sem heitir Edda sem stýrir því hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla. Líkanið er stórt framfaraskref í menntamálum borgarinnar og mikið fagnaðarefni. Bakhópur skólastjóra fylgdist með þróun líkansins, frá því verkefnið hófst í mars 2019 og var það kynnt fyrir öllum skólastjórum grunnskóla Reykjavíkur í ágúst. Allt of lengi höfum við búið við plástrað líkan, sem mætir ekki þörfum skólanna. Þetta höfum við t.d. séð á rekstraruppgjörum skólanna. Innri endurskoðun benti á þetta sumarið 2019, eftir að vinna okkar við nýtt líkan hófst. Þetta höfum við líka heyrt frá skólastjórnendum og skólaumhverfinu. Á þetta hlustuðum við og fórum í stórt átak til að betrumbæta úthlutunarlíkanið, með aðkomu skólastjórnenda. Aukum faglegt frelsi skólastjórnenda Edda snýst um að auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og jafnræði á milli skóla og hverfa borgarinnar. Það eru mörg nýmælin í Eddu, sem munu fyrst og fremst efla faglegt frelsi og ábyrgð skólastjórnenda. En einnig taka tillit til mismunandi félagslegra og lýðfræðilegra þátta hvers skóla við úthlutun fjármagns. Með því drögum við úr aðstöðumun á milli skóla. Og börnin í skólunum munu græða. Fjölbreyttari hópur fagfólks í grunnskólana Börnin í skólunum munu líka græða á því að skólar fá aukið rými til að ráða fagfólk sem ekki eru kennarar til að styðja við starfið í skólunum. Það geta verið sálfræðingar, þroskaþjálfar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar eða aðrir sérfræðingar. Allt eftir áherslum og þörfum hvers skóla. Eftir því sem fleiri börn þurfa stuðning í skólanum, því fleiri fagaðila verður hægt að ráða. Þessari breytingu fagna ég mjög, enda er hún í samræmi við stefnu Viðreisnar í menntamálum um að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf innan skóla. Við viljum mæta þörfum nemenda með teymisstarfi fagfólks á sviðum velferðar, heilbrigðis og skóla ef því sem þurfa þykir. Þó svo að kennarar séu frábært fagfólk, geta þeir ekki verið fagfólk á öllum sviðum og því telum við rétt að fjölga starfsstéttum innan skólanna. Skólarnir munu geta brugðist við sínu félagslega umhverfi og þannig þróast í mismunandi áttir, með mismunandi sérfræðinga sem hæfa þeirra umhverfi og óskum skólastjórnenda. Aukin rekstrarleg ábyrgð skólastjórnenda Úthlutunarlíkanið tekur mið menntastefnu Reykjavíkurborgar, lögum um grunnskóla og aðalnámskrá, þ.m.t. viðmiðunarstundarskrá og raunkostnaði við rekstur skólana á árunum 2017-2019. Niðurstaðan er líkan með vel skilgreindum og skýrum forsendum fyrir alla skóla, sem á að ná fram bæði rekstrarlegri og faglegri bestun. Líkaninu fylgir líka aukin ábyrgð skólastjórnenda um að starf skólans sé innan fjárheimilda hverju sinni. Til þess mun skólastjóri fá stuðning frá rekstrarstjóra og ef þörf krefur fjármálaráðgjöfum og fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs. Krafa verður gerð um frávikaskýrslur og tímasettar úrbótaáætlanir, ef rekstur er umfram fjárheimildir. Ef um verulegan rekstrarvanda er að ræða verður um aukinn stuðning að ræða. Næsta skref verður svo síðar á árinu í borgarráði, þegar við ræðum fjármagnið sem fer í þetta líkan og hversu mikið við þurfum að bæta við í rekstur skóla. En líkanið sjálft, sem gæta þarf að verði ekki að sama flækjustigi og það úthlutunarlíkanið sem við erum að hverfa frá, eru mikilvæg tímamót í allri fjármálalegri umgjörð grunnskóla Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú er tilbúið nýtt úthlutunarlíkan grunnskóla Reykjavíkur, sem heitir Edda sem stýrir því hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla. Líkanið er stórt framfaraskref í menntamálum borgarinnar og mikið fagnaðarefni. Bakhópur skólastjóra fylgdist með þróun líkansins, frá því verkefnið hófst í mars 2019 og var það kynnt fyrir öllum skólastjórum grunnskóla Reykjavíkur í ágúst. Allt of lengi höfum við búið við plástrað líkan, sem mætir ekki þörfum skólanna. Þetta höfum við t.d. séð á rekstraruppgjörum skólanna. Innri endurskoðun benti á þetta sumarið 2019, eftir að vinna okkar við nýtt líkan hófst. Þetta höfum við líka heyrt frá skólastjórnendum og skólaumhverfinu. Á þetta hlustuðum við og fórum í stórt átak til að betrumbæta úthlutunarlíkanið, með aðkomu skólastjórnenda. Aukum faglegt frelsi skólastjórnenda Edda snýst um að auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og jafnræði á milli skóla og hverfa borgarinnar. Það eru mörg nýmælin í Eddu, sem munu fyrst og fremst efla faglegt frelsi og ábyrgð skólastjórnenda. En einnig taka tillit til mismunandi félagslegra og lýðfræðilegra þátta hvers skóla við úthlutun fjármagns. Með því drögum við úr aðstöðumun á milli skóla. Og börnin í skólunum munu græða. Fjölbreyttari hópur fagfólks í grunnskólana Börnin í skólunum munu líka græða á því að skólar fá aukið rými til að ráða fagfólk sem ekki eru kennarar til að styðja við starfið í skólunum. Það geta verið sálfræðingar, þroskaþjálfar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar eða aðrir sérfræðingar. Allt eftir áherslum og þörfum hvers skóla. Eftir því sem fleiri börn þurfa stuðning í skólanum, því fleiri fagaðila verður hægt að ráða. Þessari breytingu fagna ég mjög, enda er hún í samræmi við stefnu Viðreisnar í menntamálum um að leggja áherslu á þverfaglegt samstarf innan skóla. Við viljum mæta þörfum nemenda með teymisstarfi fagfólks á sviðum velferðar, heilbrigðis og skóla ef því sem þurfa þykir. Þó svo að kennarar séu frábært fagfólk, geta þeir ekki verið fagfólk á öllum sviðum og því telum við rétt að fjölga starfsstéttum innan skólanna. Skólarnir munu geta brugðist við sínu félagslega umhverfi og þannig þróast í mismunandi áttir, með mismunandi sérfræðinga sem hæfa þeirra umhverfi og óskum skólastjórnenda. Aukin rekstrarleg ábyrgð skólastjórnenda Úthlutunarlíkanið tekur mið menntastefnu Reykjavíkurborgar, lögum um grunnskóla og aðalnámskrá, þ.m.t. viðmiðunarstundarskrá og raunkostnaði við rekstur skólana á árunum 2017-2019. Niðurstaðan er líkan með vel skilgreindum og skýrum forsendum fyrir alla skóla, sem á að ná fram bæði rekstrarlegri og faglegri bestun. Líkaninu fylgir líka aukin ábyrgð skólastjórnenda um að starf skólans sé innan fjárheimilda hverju sinni. Til þess mun skólastjóri fá stuðning frá rekstrarstjóra og ef þörf krefur fjármálaráðgjöfum og fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs. Krafa verður gerð um frávikaskýrslur og tímasettar úrbótaáætlanir, ef rekstur er umfram fjárheimildir. Ef um verulegan rekstrarvanda er að ræða verður um aukinn stuðning að ræða. Næsta skref verður svo síðar á árinu í borgarráði, þegar við ræðum fjármagnið sem fer í þetta líkan og hversu mikið við þurfum að bæta við í rekstur skóla. En líkanið sjálft, sem gæta þarf að verði ekki að sama flækjustigi og það úthlutunarlíkanið sem við erum að hverfa frá, eru mikilvæg tímamót í allri fjármálalegri umgjörð grunnskóla Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun