Að læra að kenna Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Elín H. Hinriksdóttir skrifa 16. september 2021 07:01 Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar