Ef nóg er til, hvers vegna svelta öryrkjar þá? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 11. september 2021 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri ekki á dagskrá að leggja á stóreignaskatt, eins og Samfylkingin leggur til að eigi að gera á hreinar eignir umfram 200 miljónir. Katrín sagði enn fremur að óþarfi væri að fara í frekari tekjuöflun þar sem ríkissjóður stæði ágætlega. En ef ríkissjóður stendur ágætlega — hvers vegna svelta þá öryrkjar, Katrín? Ríkistjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili um hækkun örorku og ellilífeyris, þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um bætt kjör og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn mega öryrkjar og eldri borgarar bíða og biðin eftir réttlætinu hefur verið löng. Í einu ríkasta landi heims. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar. Lítið er um störf fyrir fólk með skerta starfsgetu ef það vill vinna. Ef það er í einhverri vinnu, þarf það að þola ósanngjarnar skerðingar. Ef það lendir á örorku á miðju almanaksári, þá gera launatekjur þess fyrri hluta ársins það að verkum að það mætir miklum skerðingum og þarf að draga fram lífið á jafnvel aðeins um 100.000 kr. á mánuði. Slík upphæð dugar ekki fyrir húsnæði einu og sér, hvað þá mat, lyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Meira að segja þótt fólk hljóti fullar bætur, er það samt með lægri upphæð milli handanna en fólk á atvinnuleysisbótum, sem enginn verður þó saddur af og er í þokkabót tímabundið ástand í lífi launafólks. Er það velferðarsamfélag sem kemur svona fram? Er þetta öryggisnet í reynd, eins og almannatryggingakerfið okkar á að vera? Svarið er einfaldlega nei. Samfylkingin ætlar að taka á þessu óréttlæti. Við ætlum að bæta almannatryggingakerfið og fjármagna þessar kjarabætur með stóreignaskatti og hærri veiðigjöldum á stórútgerðir. Það er góð og skynsamleg jafnaðarstefna. Samfylking ætlar strax að: Hækka greiðslur almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkun kjarasamninga og stöðva kjaragliðnun síðustu ára. Það yrði fyrsta skref í hækkun lífeyris og þess gætt að hækkanirnar hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur. Hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið í stað síðan árið 2010, úr tæpum 110 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Tvöfalda frítekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum á mánuði upp í 50 þúsund og hækka frítekjumark atvinnutekna eldra fólks í 200 þúsund krónur. Á listum okkar eru öryrkjar, eldri borgarar og fatlað fólk sem þú getur treyst að standa með þér á þingi! Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri ekki á dagskrá að leggja á stóreignaskatt, eins og Samfylkingin leggur til að eigi að gera á hreinar eignir umfram 200 miljónir. Katrín sagði enn fremur að óþarfi væri að fara í frekari tekjuöflun þar sem ríkissjóður stæði ágætlega. En ef ríkissjóður stendur ágætlega — hvers vegna svelta þá öryrkjar, Katrín? Ríkistjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili um hækkun örorku og ellilífeyris, þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um bætt kjör og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn mega öryrkjar og eldri borgarar bíða og biðin eftir réttlætinu hefur verið löng. Í einu ríkasta landi heims. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar. Lítið er um störf fyrir fólk með skerta starfsgetu ef það vill vinna. Ef það er í einhverri vinnu, þarf það að þola ósanngjarnar skerðingar. Ef það lendir á örorku á miðju almanaksári, þá gera launatekjur þess fyrri hluta ársins það að verkum að það mætir miklum skerðingum og þarf að draga fram lífið á jafnvel aðeins um 100.000 kr. á mánuði. Slík upphæð dugar ekki fyrir húsnæði einu og sér, hvað þá mat, lyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Meira að segja þótt fólk hljóti fullar bætur, er það samt með lægri upphæð milli handanna en fólk á atvinnuleysisbótum, sem enginn verður þó saddur af og er í þokkabót tímabundið ástand í lífi launafólks. Er það velferðarsamfélag sem kemur svona fram? Er þetta öryggisnet í reynd, eins og almannatryggingakerfið okkar á að vera? Svarið er einfaldlega nei. Samfylkingin ætlar að taka á þessu óréttlæti. Við ætlum að bæta almannatryggingakerfið og fjármagna þessar kjarabætur með stóreignaskatti og hærri veiðigjöldum á stórútgerðir. Það er góð og skynsamleg jafnaðarstefna. Samfylking ætlar strax að: Hækka greiðslur almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkun kjarasamninga og stöðva kjaragliðnun síðustu ára. Það yrði fyrsta skref í hækkun lífeyris og þess gætt að hækkanirnar hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur. Hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið í stað síðan árið 2010, úr tæpum 110 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Tvöfalda frítekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum á mánuði upp í 50 þúsund og hækka frítekjumark atvinnutekna eldra fólks í 200 þúsund krónur. Á listum okkar eru öryrkjar, eldri borgarar og fatlað fólk sem þú getur treyst að standa með þér á þingi! Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar