Sport

Evrópumeistarinn of stór biti fyrir Mikael Leó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mikael er hér að berjast á heimsbikarmótinu í Prag. Hann kemur heim með brons.
Mikael er hér að berjast á heimsbikarmótinu í Prag. Hann kemur heim með brons. mynd/ásgeir marteinsson

Hinn 18 ára gamli Mikael Leó Aclipen er úr leik á heimsbikarmóti áhugamanna í MMA. Hann tapaði undanúrslitabardaga sínum gegn ósigruðum Evrópumeistara.

Sá heitir Otabek Rajabov og kemur frá Tajikistan. Mikael Leó hafði unnið fyrstu tvo bardaga sína sannfærandi en Rajabov var of sterkur og vann bardagann á uppgjafartaki í annarri lotu. Okkar maður fær brons fyrir sína flottu frammistöðu en Rajabov berst við kappa frá Barein í úrslitabardaganum.

Mikael Leó er að keppa í flokki 18-21 árs og er nýorðinn 18 ára. Þetta voru hans fyrstu bardagar á ferlinum og óhætt að segja að ferillinn fari frábærlega af stað.

Þarna er á ferð mikið efni sem verður gríðarlega spennandi að fylgjast með í framtíðinni.

MMA

Tengdar fréttir

Mikael kominn í undanúrslit eftir afar öruggan sigur

Mikael Leó Aclipen er kominn í undanúrslit á heimsbikarmóti áhugamanna í MMA í Prag eftir afar öruggan sigur á Marek Zachar frá Slóvakíu í dag. Mikael keppir í bamtanvigt, -61 kg flokki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.