Erlent

Rússneskur ráðherra dó við að stökkva eftir manni sem féll í vatn

Samúel Karl Ólason skrifar
Yevgeny Zinichev á fundi með forseta Rússlands árið 2018.
Yevgeny Zinichev á fundi með forseta Rússlands árið 2018. AP/Mikhail Klimentyev

Yevgeny Zinichev, neyðarmálaráðherra Rússlands, dó á æfingu á heimskautasvæði Rússlands í dag. Ráðherrann er sagður hafa dáið við að reyna að bjarga tökumanni sem féll ofan í vatn.

Eftir að rann til og féll ofan í vatn stökk Zinichev á eftir honum. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar lenti ráðherrann þó á grjóti og dó. Tökumaðurinn, sem var á vegum RT sjónvarpsstöðvarinnar, dó einnig.

RIA segir slysið hafa gerst við borgina Dudinka, þar sem Zinichev var að skoða nýja slökkvistöð.

Zinichev hefur verið í embætti neyðarmálaráðherra frá árinu 2018. Hann hóf störf hjá KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna á níunda áratug síðustu aldar og vann hjá FSB, leyniþjónustu Rússlands, eftir að Sovétríkin féllu.

Í frétt Moscow Times er vitnað í aðra rússneska miðla þar sem fram kemur að Zinichev hafi komið að lífvörslu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, frá 2006 til 2015.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×