Handbolti

Valur mætir Bjarka og félögum

Sindri Sverrisson skrifar
Íslandsmeistarar Vals fá heldur betur erfitt verkefni í Evrópudeildinni.
Íslandsmeistarar Vals fá heldur betur erfitt verkefni í Evrópudeildinni. vísir/Elín Björg

Valur dróst gegn þýska liðinu Lemgo í seinni hluta undankeppninnar í Evrópudeildinni í handbolta karla í dag.

Ein helsta stjarna liðs Lemgo er að sjálfsögðu íslenski landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem þar með er væntanlegur á Hlíðarenda.

Fyrri leikur liðanna fer fram 21. september og sá seinni viku síðar. Valur mun samkvæmt áætlun leika fyrri leikinn á heimavelli. Sigurliðið kemst áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst 19. október.

Valur komst áfram í undankeppninni með því að slá út króatíska liðið Porec um helgina. Íslandsmeistararnir unnu báða leiki liðanna, í Króatíu, og einvígið samtals 44-39.

Bjarki Már Elísson er á leið til Íslands síðar í mánuðinum.vísir/hulda margrét

Ýmir Örn Gíslason leikur með þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen gegn Benfica frá Portúgal. Viktor Gísli Hallgrímsson ver mark GOG gegn Mors-Thy í dönskum slag. Kristján Örn Kristjánsson leikur með franska liðinu PAUC gegn Arendal frá Noregi.

Seinna stig undankeppninnar:

  • Rhein-Newckar Löwen - Benfica
  • Valur - Lemgo
  • Bjerringbro-Silkeborg - Nexe
  • Ciudad de Logrono - Ademar León
  • Nimes - CSKA
  • Fenix Toulouse - Malmö
  • Azoty-Pulawy - Füchse Berlín
  • Arendal - PAUC
  • GOG - Mors-Thy
  • Kadetten - Granollers
  • Wisla Plock - Constanta
  • Sporting Lissabon - Holstebro



Fleiri fréttir

Sjá meira


×