Sport

Á­horf­endur komust ekki heim vegna Ídu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gríðarleg rigning tafði leik Kevin Anderson og Diego Schwartzmann. Braut hún sér leið í gegnum þak tennishallarinnar.
Gríðarleg rigning tafði leik Kevin Anderson og Diego Schwartzmann. Braut hún sér leið í gegnum þak tennishallarinnar. EPA-EFE/JUSTIN LANE

Opna bandaríska meistaramótið í tennis fer nú fram á Flushing Meadows-svæðinu sem staðsett er í Queens í New York. Fellibylurinn Ída gerði áhorfendum lífið leitt þar sem mörg þeirra sátu föst á vellinum vegna veðurs.

Á vef fréttaveitunnar CNN er vitnað í talsmann mótsins, Chris Widmaier. Hann segir að tennissamband Bandaríkjanna sé að vinna með yfirvöldum í New York til að finna leiðir fyrir áhorfendur til að komast heim frá mótinu.

Sambandið hafi einnig sent ökutæki út í leit að leiðum til að komast frá Flushing Meadows í Queens.

„Takmark okkar er að koma fólki örugglega heim,“ sagði Widmaier við CNN. Hann staðfesti einnig að lestir væru ekki á áætlun vegna veðursins. 

Frétt CNN var skrifuð rétt eftir klukkan 06.00 að íslenskum tíma en staðan hefur ekki verið uppfærð, óvíst er hvort fólk sitji enn fast eða sé farið heim á leið.

Opna bandaríska meistaramótið er síðasta risamót ársins. Stefnt er á að ljúka mótinu þann 12. september. Hvort Ída leyfi það á eftir að koma í ljós.


Tengdar fréttir

Neyðarástand í New York vegna úrhellis og flóða

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-borg vegna gríðarlegs úrhellis og flóða vegna hitabeltisstormsins Ídu, sem hefur fikrað sig norður austurströnd Bandaríkjanna síðustu daga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.