Markvarðabreytingar er meistarar síðasta ár hefja tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2021 12:30 Björgvin Páll er komið í markið hjá Val eftir að hafa varið mark Hauka á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Undanfari hvers tímabils í handbolta hér á landi er hinn árlegi leikur í meistarakeppni HSÍ. Þar mætast að þessu sinni Íslandsmeistarar Vals og deildarmeistarar Hauka. Leikið er í Origo-höllinni að Hlíðarenda og verður leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn átti upphaflega að fara fram um komandi helgi en var flýtt vegna þátttöku Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valur mætir HC Porec frá Króatíu ytra á föstudag og laugardag. Íslandsmeistarar Vals mæta til leiks með nýjan mann í búrinu en þeir sömdu við Björgvin Pál Gústavsson fyrr á þessu ári. Björgvin Páll lék með Haukum á síðustu leiktíð en mun nú hjálpa Val að verja titilinn. Einnig er kominn nýr maður í búrið hjá Haukum en Aron Rafn Eðvarsson er kominn aftur á heimaslóðir eftir að hafa yfirgefið félagið árið 2013. Þá er Stefán Huldar Stefánsson kominn til baka eftir að hafa verið á láni hjá Gróttu á síðustu leiktíð. Undirbúningur Vals fyrir leik kvöldsins sem og leikina í Evrópu er ekki eins og best verður á kosið en nýverið greindust þrír leikmenn liðsins með kórónuveiruna. Það er því ljóst að leikmannahópur Vals verður eilítið laskaður er liðið mætir til leiks í kvöld. Aðrar breytingar á Valsliðinu eru þær að Anton Rúnarsson er farinn til Emsdetten en Motoki Sakai er genginn til liðs við félagið frá Toyoda Gosei Flue Falcon í Japan. Leikur Vals og Hauka í meistarakeppni HSÍ hefst klukkan 19.30 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsendingin hefst stundarfjórðungi fyrr eða klukkan 19.15. Íslenski handboltinn Handbolti Haukar Valur Tengdar fréttir Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Fengu að seinka Evrópuleikjunum og mæta Porec um þarnæstu helgi Valur spilar leiki sína gegn Porec í Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í næstu viku, að því gefnu að allir leikmenn liðsins fái neikvæða niðurstöðu út úr kórónuveiruprófi á morgun. 26. ágúst 2021 14:16 Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Leikurinn átti upphaflega að fara fram um komandi helgi en var flýtt vegna þátttöku Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valur mætir HC Porec frá Króatíu ytra á föstudag og laugardag. Íslandsmeistarar Vals mæta til leiks með nýjan mann í búrinu en þeir sömdu við Björgvin Pál Gústavsson fyrr á þessu ári. Björgvin Páll lék með Haukum á síðustu leiktíð en mun nú hjálpa Val að verja titilinn. Einnig er kominn nýr maður í búrið hjá Haukum en Aron Rafn Eðvarsson er kominn aftur á heimaslóðir eftir að hafa yfirgefið félagið árið 2013. Þá er Stefán Huldar Stefánsson kominn til baka eftir að hafa verið á láni hjá Gróttu á síðustu leiktíð. Undirbúningur Vals fyrir leik kvöldsins sem og leikina í Evrópu er ekki eins og best verður á kosið en nýverið greindust þrír leikmenn liðsins með kórónuveiruna. Það er því ljóst að leikmannahópur Vals verður eilítið laskaður er liðið mætir til leiks í kvöld. Aðrar breytingar á Valsliðinu eru þær að Anton Rúnarsson er farinn til Emsdetten en Motoki Sakai er genginn til liðs við félagið frá Toyoda Gosei Flue Falcon í Japan. Leikur Vals og Hauka í meistarakeppni HSÍ hefst klukkan 19.30 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsendingin hefst stundarfjórðungi fyrr eða klukkan 19.15.
Íslenski handboltinn Handbolti Haukar Valur Tengdar fréttir Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Fengu að seinka Evrópuleikjunum og mæta Porec um þarnæstu helgi Valur spilar leiki sína gegn Porec í Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í næstu viku, að því gefnu að allir leikmenn liðsins fái neikvæða niðurstöðu út úr kórónuveiruprófi á morgun. 26. ágúst 2021 14:16 Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45
Fengu að seinka Evrópuleikjunum og mæta Porec um þarnæstu helgi Valur spilar leiki sína gegn Porec í Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í næstu viku, að því gefnu að allir leikmenn liðsins fái neikvæða niðurstöðu út úr kórónuveiruprófi á morgun. 26. ágúst 2021 14:16
Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita