Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 09:45 Valsmenn vonast til að geta mætt Porec frá Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar um þarnæstu helgi. vísir/Hulda Margrét Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“ Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“
Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira