Handbolti

Björg­vin Páll semur við Val

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll hefur verið með fastamaður í íslenska landsliðinu í vel yfir áratug.
Björgvin Páll hefur verið með fastamaður í íslenska landsliðinu í vel yfir áratug. Vísir/Vilhelm

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við að leika með Val næstu fimm árin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild Vals sendi frá sér rétt í þessu.

Í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag var þetta til umræðu og sagði Henry Birgir Gunnarsson til að mynda að hakan myndi ekkert falla í gólfið ef Valur myndi tilkynna að Björgin myndi ganga til liðs við félagið í sumar. Það gekk heldur betur eftir.

Björgvin Pál þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur varið mark íslenska landsliðsins um árabil og er með betri handboltamarkvörðum Íslands frá upphafi. Á hann að baki 240 landsleiki og var í liðinu sem landaði silfri á Ólympíuleikunum árið 2008.

Hann mun ganga í raðir Valsmanna í sumar og leika með liðinu út tímabilið 2026.

„Valsmenn eru gríðarlega ánægðir að fá gæði hans og reynslu inn í hópinn en þetta er mikil styrking fyrir liðið í baráttunni á komandi árum í sterkri Olís deild,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals.

„Björgvin Páll mun einnig koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og kemur til með að vera einn af lykilmönnum í framúrskarandi starfi handknattleiksdeildarinnar á komandi árum,“ segir einnig í tilkynningu Vals sem má sjá hér að neðan.

Valur er sem stendur í 3. sæti Olís deildar karla með tíu stig, tveimur stigum minna en topplið Hauka.

Fréttatilkynning! Björgvin Páll Gústavsson semur við Val! Handknattleiksdeild Vals hefur samið við Björgvin Pál...

Posted by Valur Handbolti on Tuesday, February 9, 2021

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×