Fengu að seinka Evrópuleikjunum og mæta Porec um þarnæstu helgi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2021 14:16 Snorri Steinn Guðjónsson og Valsmennirnir hans fara til Króatíu í næstu viku. vísir/Hulda Margrét Valur spilar leiki sína gegn Porec í Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í næstu viku, að því gefnu að allir leikmenn liðsins fái neikvæða niðurstöðu út úr kórónuveiruprófi á morgun. Valsmenn áttu að fara til Króatíu í gær og spila gegn Porec á morgun og laugardaginn. Ekkert varð af því eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Allt lið Vals fór í skimun á mánudaginn en ekki reyndust fleiri smitaðir en þrír sem höfðu þegar fengið jákvæða niðurstöðu. Íslandsmeistararnir voru hins vegar sendir í sóttkví fram á föstudag. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, staðfesti við Vísi í dag að beiðni Vals um að spila leikina gegn Porec á föstudaginn og laugardaginn í næstu viku hafi verið samþykkt. „Við stefnum á að spila aðra helgi og fara út á miðvikudaginn,“ sagði Snorri. Valsmenn fara í aðra skimun á morgun og að öllu óbreyttu losna þeir úr sóttkví þá. „Á morgun fara allir í próf og að því gefnu að allir fái neikvætt úr því byrjum við bara að æfa, og undirbúa okkur fyrir þessa leiki og þrumum okkur svo í þetta.“ Þremenningarnir við ágæta heilsu Sem fyrr sagði eru þrír leikmenn Vals með kórónuveiruna. Snorri segir ástand þeirra nokkuð gott en ljóst sé að þeir fari ekki með til Króatíu. „Heilsan er bara góð. Einn þeirra með mjög væg einkenni þegar ég talaði við hann í gær en hinir eru fínir, ekki illa haldnir, nema að vera í einangrun sem er þreytt,“ sagði Snorri. Valsmenn munu standa í ströngu í byrjun næsta mánaðar. Þeir mæta Porec ytra 3. og 4. september og Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fjórum dögum síðar fara átta liða úrslitin fara fram og Olís-deildin hefst svo 16. september. Í 1. umferð hennar mætir Valur Gróttu á Seltjarnarnesi. Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. 24. ágúst 2021 14:08 Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Valsmenn áttu að fara til Króatíu í gær og spila gegn Porec á morgun og laugardaginn. Ekkert varð af því eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Allt lið Vals fór í skimun á mánudaginn en ekki reyndust fleiri smitaðir en þrír sem höfðu þegar fengið jákvæða niðurstöðu. Íslandsmeistararnir voru hins vegar sendir í sóttkví fram á föstudag. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, staðfesti við Vísi í dag að beiðni Vals um að spila leikina gegn Porec á föstudaginn og laugardaginn í næstu viku hafi verið samþykkt. „Við stefnum á að spila aðra helgi og fara út á miðvikudaginn,“ sagði Snorri. Valsmenn fara í aðra skimun á morgun og að öllu óbreyttu losna þeir úr sóttkví þá. „Á morgun fara allir í próf og að því gefnu að allir fái neikvætt úr því byrjum við bara að æfa, og undirbúa okkur fyrir þessa leiki og þrumum okkur svo í þetta.“ Þremenningarnir við ágæta heilsu Sem fyrr sagði eru þrír leikmenn Vals með kórónuveiruna. Snorri segir ástand þeirra nokkuð gott en ljóst sé að þeir fari ekki með til Króatíu. „Heilsan er bara góð. Einn þeirra með mjög væg einkenni þegar ég talaði við hann í gær en hinir eru fínir, ekki illa haldnir, nema að vera í einangrun sem er þreytt,“ sagði Snorri. Valsmenn munu standa í ströngu í byrjun næsta mánaðar. Þeir mæta Porec ytra 3. og 4. september og Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fjórum dögum síðar fara átta liða úrslitin fara fram og Olís-deildin hefst svo 16. september. Í 1. umferð hennar mætir Valur Gróttu á Seltjarnarnesi.
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. 24. ágúst 2021 14:08 Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. 24. ágúst 2021 14:08
Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45