Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2021 08:31 Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun