Setjum foreldrastarf á oddinn Bryndís Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 08:00 Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun