Segir að heimsmet Warholms jafnist á við met Bolts og FloJo Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 09:00 Karsten Warholm setti ótrúlegt heimsmet í úrslitum 400 metra grindahlaups á Ólympíuleikunum í Tókýó. getty/Mustafa Yalcin Heimsmet Karstens Warholm í 400 metra grindahlaupi jafnast á við merkustu met frjálsíþróttasögunnar. Þetta segir Colin Jackson, tvöfaldur heimsmeistari í 110 metra grindahlaupi. Warholm rústaði eigin heimsmeti þegar hann kom í mark á 45,94 sekúndum í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Gamla metið hans frá því í byrjun júlí var 46,70 sekúndur og hann bætti því heimsmetið um 76 hundraðshluta. Warholm er sá fyrsti sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Jackson segir að heimsmet Warholms sé eitt það merkasta sem sett hefur verið í frjálsíþróttasögunni. „Þegar þú ræðir um heimsmet er þetta í flokki með tíma Usains Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, og meti FloJo [Florence Griffith-Joyner] í 100 metra hlaupi, 10,49 sekúndur,“ sagði Jackson við BBC. „Þetta er eitt af þessum ótrúlegu heimsmetum og ég á von á því að það standi svo lengi sem ég lifi. Maður stendur á öndinni. Vá, ég er enn að jafna mig,“ bætti Jackson við. Warholm trúði varla hvað hann hafði gert eftir hlaupið í nótt. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Norðmaðurinn. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins.“ Rai Benjamin frá Bandaríkjunum varð annar í 400 metra grindahlaupinu í nótt og Brasilíumaðurinn Alison dos Santos þriðji. Hægt er að horfa á hlaupið á vef RÚV í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Warholm rústaði eigin heimsmeti þegar hann kom í mark á 45,94 sekúndum í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Gamla metið hans frá því í byrjun júlí var 46,70 sekúndur og hann bætti því heimsmetið um 76 hundraðshluta. Warholm er sá fyrsti sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Jackson segir að heimsmet Warholms sé eitt það merkasta sem sett hefur verið í frjálsíþróttasögunni. „Þegar þú ræðir um heimsmet er þetta í flokki með tíma Usains Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, og meti FloJo [Florence Griffith-Joyner] í 100 metra hlaupi, 10,49 sekúndur,“ sagði Jackson við BBC. „Þetta er eitt af þessum ótrúlegu heimsmetum og ég á von á því að það standi svo lengi sem ég lifi. Maður stendur á öndinni. Vá, ég er enn að jafna mig,“ bætti Jackson við. Warholm trúði varla hvað hann hafði gert eftir hlaupið í nótt. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Norðmaðurinn. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins.“ Rai Benjamin frá Bandaríkjunum varð annar í 400 metra grindahlaupinu í nótt og Brasilíumaðurinn Alison dos Santos þriðji. Hægt er að horfa á hlaupið á vef RÚV í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira