Sport

Björgvin og Anníe á topp 10 fyrir lokaþraut dagsins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir
Anníe Mist Þórisdóttir vísir/s2s

Þuríður Erla Helgadóttir klífur upp töfluna eftir áttundu þraut heimsleikanna í CrossFit sem fram fer nú um helgina.

Ísland á fjóra keppendur á fullorðinsflokki á heimsleikunum í ár. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki og í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir.

Áttunda greinin kláraðist nú rétt í þessu en þar var keppt í handstöðugöngu. 

Þuríður Erla hafnaði í 9.sæti og er nú komin upp í 14.sæti í heildarkeppninni. Anníe Mist varð tíunda og er hún einnig í tíunda sæti í heildarkeppninni en Katrín Tanja varð fjórtánda og situr í 12.sæti heildarkeppninnar.

Björgvin Karl stóð sig vel og var á sjötta besta tímanum karlamegin og lyfti sér þar með upp í sjöunda sætið í heildarkeppninni þar sem hann er nú 134 stigum á eftir efsta manni.

Fimmta og síðasta grein dagsins er enn eftir og ætla má að hún hefjist skömmu fyrir miðnætti.

Hér fyrir neðan má síðan sjá beinar útsendingar frá keppninni.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×