Sunisa Lee hélt sigurgöngu Bandaríkjanna í fjölþrautinni áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2021 13:21 Sunisa Lee fagnar eftir að úrslitin í fjölþrautinni lágu fyrir. getty/Jamie Squire Hin átján ára Sunisa Lee frá Bandaríkjunum vann sigur í fjölþraut kvenna í fimleikakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þetta er í fimmta sinn í röð sem Bandaríkin vinna gull í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum. Simone Biles varð Ólympíumeistari í Ríó 2016 en dró sig sem kunnugt er úr keppni í fjölþrautinni að þessu sinni. Carly Patterson vann 2004, Nastia Liukin 2008 og Gabby Douglas 2012. An amazing performance from Sunisa Lee to keep the #USA streak going!After a thrilling women s all-around #artisticgymnastics final, @sunisalee_ takes #gold#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @TeamUSA pic.twitter.com/aDEFml8a0o— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee, sem er á sínum fyrstu Ólympíuleikunum, glansaði í úrslitunum í fjölþrautinni í dag. Hún barðist um gullið við Rebecu Andrade frá Brasilíu og hinum rússnesku Angelinu Melnikovu og Vladislövu Urazovu. Eftir að Lee fékk 13.700 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar var Andrade sú eina sem gat komist upp fyrir hana. Það tókst ekki en sú brasilíska steig tvisvar út af í sínum gólfæfingum. Andrade fékk samt silfur en hún er fyrsta suður-ameríska konan sem vinnur til Ólympíuverðlauna í áhaldafimleikum. Andrade hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum og slitið krossband í hné í þrígang, síðast 2019. The first Brazilian woman to win an Olympic artistic gymnastics medal!Rebeca Andrade takes #silver for #BRA in the women s all-around #artisticgymnastics final.#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @timebrasil pic.twitter.com/MGO9shtKKj— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee fékk 57.433 í einkunn en Andrade 57.298. Melnikova fékk bronsið með 57.199 í einkunn. Urazova varð svo fjórða með 56.966 í einkunn. Þær voru báðar í sigurliði Rússa í liðakeppninni fyrr í vikunni. Þrjár efstu í fjölþrautinni: Rebeca Andrade (silfur), Sunisa Lee (gull) og Angelina Melnikova (brons).getty/Jamie Squire Lee varð efst á jafnvægisslá og tvíslá, Andrade í stökki og heimakonan Mai Murakami í gólfæfingunum. Bresku tvíburarnir Jessica og Jennifer Gadirova, sem eru bara sextán ára, lentu í 10. og 13. sæti í fjölþrautinni. Í fyrradag unnu þær brons í liðakeppninni. Engin bresk kona hefur endað ofar í fjölþraut í sögu Ólympíuleikanna en Jessica. @JessicaGadirova Jessica records the best result ever by a British woman in an Olympic all-around final after finishing 10th.#TeamGB pic.twitter.com/gvFqEEy9tG— Team GB (@TeamGB) July 29, 2021 Keppni á einstökum áhöldum fer fram á föstudaginn. Enn liggur ekki fyrir hvort Biles verði meðal þátttakenda þar. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
Þetta er í fimmta sinn í röð sem Bandaríkin vinna gull í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum. Simone Biles varð Ólympíumeistari í Ríó 2016 en dró sig sem kunnugt er úr keppni í fjölþrautinni að þessu sinni. Carly Patterson vann 2004, Nastia Liukin 2008 og Gabby Douglas 2012. An amazing performance from Sunisa Lee to keep the #USA streak going!After a thrilling women s all-around #artisticgymnastics final, @sunisalee_ takes #gold#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @TeamUSA pic.twitter.com/aDEFml8a0o— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee, sem er á sínum fyrstu Ólympíuleikunum, glansaði í úrslitunum í fjölþrautinni í dag. Hún barðist um gullið við Rebecu Andrade frá Brasilíu og hinum rússnesku Angelinu Melnikovu og Vladislövu Urazovu. Eftir að Lee fékk 13.700 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar var Andrade sú eina sem gat komist upp fyrir hana. Það tókst ekki en sú brasilíska steig tvisvar út af í sínum gólfæfingum. Andrade fékk samt silfur en hún er fyrsta suður-ameríska konan sem vinnur til Ólympíuverðlauna í áhaldafimleikum. Andrade hefur glímt við erfið meiðsli á ferlinum og slitið krossband í hné í þrígang, síðast 2019. The first Brazilian woman to win an Olympic artistic gymnastics medal!Rebeca Andrade takes #silver for #BRA in the women s all-around #artisticgymnastics final.#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @gymnastics | @timebrasil pic.twitter.com/MGO9shtKKj— Olympics (@Olympics) July 29, 2021 Lee fékk 57.433 í einkunn en Andrade 57.298. Melnikova fékk bronsið með 57.199 í einkunn. Urazova varð svo fjórða með 56.966 í einkunn. Þær voru báðar í sigurliði Rússa í liðakeppninni fyrr í vikunni. Þrjár efstu í fjölþrautinni: Rebeca Andrade (silfur), Sunisa Lee (gull) og Angelina Melnikova (brons).getty/Jamie Squire Lee varð efst á jafnvægisslá og tvíslá, Andrade í stökki og heimakonan Mai Murakami í gólfæfingunum. Bresku tvíburarnir Jessica og Jennifer Gadirova, sem eru bara sextán ára, lentu í 10. og 13. sæti í fjölþrautinni. Í fyrradag unnu þær brons í liðakeppninni. Engin bresk kona hefur endað ofar í fjölþraut í sögu Ólympíuleikanna en Jessica. @JessicaGadirova Jessica records the best result ever by a British woman in an Olympic all-around final after finishing 10th.#TeamGB pic.twitter.com/gvFqEEy9tG— Team GB (@TeamGB) July 29, 2021 Keppni á einstökum áhöldum fer fram á föstudaginn. Enn liggur ekki fyrir hvort Biles verði meðal þátttakenda þar.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira