Giannis stoppaði í bílalúgu með bikarana og pantaði fimmtíu kjúklinganagga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2021 12:00 Giannis Antetokounmpo var sæll en svangur daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari. getty/Jonathan Daniel Daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari með Milwaukee Bucks renndi Giannis Antetokounmpo við í bílalúgu og pantaði sér fimmtíu kjúklinganagga. Giannis skoraði fimmtíu stig þegar Milwaukee tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár með sigri á Phoenix Suns, 105-98, aðfaranótt miðvikudags. Grikkinn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins sem Milwaukee vann, 4-2. Daginn eftir stærstu stund ferilsins kom Giannis við í bílalúgunni hjá Chick-Fil-A og var með bikarana tvo með sér, Larry O'Brien meistarabikarinn og Bill Russell bikarinn sem er veittur besta leikmanni úrslitaeinvígisins. Giannis var skiljanlega hinn kátasti, þrátt fyrir að hafa ekkert sofið, og greinilega svangur því hann pantaði fimmtíu kjúklinganagga. Hann skoraði einmitt fimmtíu stig í sjötta leiknum gegn Phoenix eins og áður sagði. „Ég ætti að vera að djamma í Vegas núna en er hérna að panta Chick-Fil-A,“ sagði Giannis á Instagram. „Ég sleppi þeim ekki úr augsýn. Hvað ef ég vakna allt í einu og þetta er allt saman draumur? Bikararnir eru öryggið mitt. Ég snerti þá og veit að þetta er raunverulegt.“ Giannis isn t letting go of the Larry O Brien trophy. He took it with him to @ChickfilA, ordered 50 nuggets, and tried to get free meals for life pic.twitter.com/KPnZXLD5IM— The Athletic (@TheAthletic) July 21, 2021 Í úrslitaeinvíginu gegn Phoenix var Giannis með 35,2 stig, 13,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA 2019 og 2020 og varnarmaður ársins 2020. Þá fékk hann verðlaun fyrir mestu framfarir 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Giannis skoraði fimmtíu stig þegar Milwaukee tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár með sigri á Phoenix Suns, 105-98, aðfaranótt miðvikudags. Grikkinn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins sem Milwaukee vann, 4-2. Daginn eftir stærstu stund ferilsins kom Giannis við í bílalúgunni hjá Chick-Fil-A og var með bikarana tvo með sér, Larry O'Brien meistarabikarinn og Bill Russell bikarinn sem er veittur besta leikmanni úrslitaeinvígisins. Giannis var skiljanlega hinn kátasti, þrátt fyrir að hafa ekkert sofið, og greinilega svangur því hann pantaði fimmtíu kjúklinganagga. Hann skoraði einmitt fimmtíu stig í sjötta leiknum gegn Phoenix eins og áður sagði. „Ég ætti að vera að djamma í Vegas núna en er hérna að panta Chick-Fil-A,“ sagði Giannis á Instagram. „Ég sleppi þeim ekki úr augsýn. Hvað ef ég vakna allt í einu og þetta er allt saman draumur? Bikararnir eru öryggið mitt. Ég snerti þá og veit að þetta er raunverulegt.“ Giannis isn t letting go of the Larry O Brien trophy. He took it with him to @ChickfilA, ordered 50 nuggets, and tried to get free meals for life pic.twitter.com/KPnZXLD5IM— The Athletic (@TheAthletic) July 21, 2021 Í úrslitaeinvíginu gegn Phoenix var Giannis með 35,2 stig, 13,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA 2019 og 2020 og varnarmaður ársins 2020. Þá fékk hann verðlaun fyrir mestu framfarir 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira