Tónlist

Þeramín­spil í Máli og menningu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Huldumaður og víbrasjón lýkur tónleikaferðalagi sínu í Reykjavík á sunnudaginn.
Huldumaður og víbrasjón lýkur tónleikaferðalagi sínu í Reykjavík á sunnudaginn. Aðsend

Dúettinn Huldumaður og víbrasjón hefur verið á tónleikaferðalagi um norður- og vesturhluta landsins undanfarinn mánuð en sveitin hefur þá sérstöðu að nota hljóðfærið þeramín í tónlistinni.

Dúettinn hefur flutt sönglög Magnúsar Blöndal á tónleikunum og mun ferðalaginu ljúka í Bókabúð Máls og menningar í Reykjavík á sunnudaginn næsta. Dúettinn samanstendur af þeim Heklu Magnúsdóttur, þeramínleikara, og Sindra Frey Sindrasyni, gítarleikara.

Auk þeremínsins flytja þau lögin á gítar, flautu og hljómgervil. Dúettinn flytur fjölda sönglaga úr smiðju Magnúsar, sem var mikill frumkvöðull í íslenskri raftónlist. Þrátt fyrir það voru þau flest upphaflega samin í hefðbundnum stíl fyrir rödd og píanó en tvíeykið færa þau í rafmagnaðan búning.

Hægt er að hlusta á flutning tvíeykisins á laginu Sveitin milli sanda frá Akranesvita í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×