Sport

Mark­vörður Lett­lands látinn að­eins 24 ára að aldri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matiss Kivlenieks heitinn í leik á HM fyrr á þessu ári.
Matiss Kivlenieks heitinn í leik á HM fyrr á þessu ári. EPA-EFE/TOMS KALNINS

Matiss Kivlenieks, markvörður Lettlands og Columbus Blue Jackets í NHL-deildinni í íshokkí, er látinn aðeins 24 ára að aldri. Aðeins rúmur mánuður er síðan Kivlenieks stóð í markinu er Lettland vann frækinn 2-0 sigur á Kanada á HM í íshokkí.

Frá andláti hans var greint á vef íshokkí sambands Lettlands.

„Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu, vina og liðsfélaga Kivlenieks. Hann var fyrirmynd fyrir alla unga iðkendur íþróttarinnar og frábær liðsfélagi,“ segir í yfirlýsingu sambandsins.

Markvörðurinn gekk í raðir Columbus Blue Jackets á síðustu leiktíð eftir að hafa leikið í heimalandinu allan sinn feril. Lék hann alls átta leiki fyrir félagið.

„Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum að markvörðurinn Matiss Kivlenieks lést í nótt aðeins 24 ára að aldri eftir skelfilegt slys,“ segir í tilkynningu félagsins. 

Aðeins mánuður er síðan Kivlenieks átti stórleik í óvæntum 2-0 sigri gegn Kanada er liðin mættust í fyrstu umferð B-riðils á HM í íshokkí sem fram fór í Lettlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×