Körfubolti

Nýr þjálfari Dallas stýrði sókninni er liðið varð meistari fyrir ára­tug

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jason Kidd mun stýra Dallas Mavericks næstu árin.
Jason Kidd mun stýra Dallas Mavericks næstu árin. Jevone Moore/Getty Images

Jason Kidd er nýr þjálfari Luka Dončić og félaga í Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta. Hann stýrði sóknarleik Dallas-liðsins er liðið varð meistari fyrir áratug síðan.

Hinn 48 ára gamli Jason Kidd var frábær leikmaður á sínum tíma en hann var orðinn 38 ára gamall þegar hann vann sinn fyrsta og eina titil sem leikmaður. Hann lagði skóna á hilluna eftir tímabil með New York Knicks árið 2013 og tók í kjölfarið við Brooklyn Nets en var aðeins þar í eitt ár.

Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks og stýrði liðinu frá 2014 til 2018. Hann sneri gengi Bucks við en liðið vann aðeins 15 leiki tímabilið áður. Hans helsta afrek var hjá Bucks var að færa Giannis Antetokounmpo til á vellinum í stöðu leikstjórnanda.

Eftir það tók Kidd sér ársfrí áður en hann var ráðinn einn af aðstoðarþjálfurum Los Angeles Lakers. Var hann hluti af þjálfarateyminu sem skilaði titlinum í hús á síðasta ári og nú er hann kominn til Dallas þar sem hann á að endurtaka leikinn frá því fyrir áratug síðan.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×