Rafmagnið fór í úrslitaleik en stelpurnar buðu upp á „danseinvígi“ í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 12:31 Það er alltaf gaman í liði Haley Jones, innan sem utan vallar. Hún varð háskólameistari í vor og Ameríkumeistari um helgina. Getty/C. Morgan Engel Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér sigur í Ameríkukeppni um helgina með sigri á Púertó Ríkó í úrslitaleik en úrslitaleiksins verður kannski minnst fyrir annað en körfubolta. Bandarikin vann fimmtán stiga sigur á Púertó Ríkó í úrslitaleiknum, 74-59, en Ameríkukeppnin fór fram á Púertó Ríkó. Sigur bandarísku stelpnanna var nokkuð öruggur í seinni hálfleik en liðið var þó ekki skipað atvinnumönnunum úr WNBA-deildinni heldur bestu stelpunum úr háskólaboltanum. Bandarísku stelpurnar unnu alla leiki sína á mótinu og þennan titil í fjórða sinn en Bandaríkin unnu hann líka 1993, 2007 og 2019. Back-to-back Our young stars came through, defeating 74-59 to win the @americupw pic.twitter.com/jBiedAAX9m— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Skotbakvörðurinn Rhyne Howard hjá Kentucky háskólanum, skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var kosin mikilvægasti leikmaður keppninnar. Hún hefur verið kosin leikmaður ársins í SEC deildinni undanfarin tvö tímabil. Púertó Ríkó byrjaði úrslitaleikinn þó vel og var yfir eftir bæði fyrsta og annan leikhluta. Frábær þriðji leikhluti færði þeim bandarísku frumkvæðið og þær voru búnar að bæta við forskotið þegar rafmagnið á húsinu fór í fjórða leikhluta. View this post on Instagram A post shared by Dawn Staley (@staley05) Það varð 25 mínútna töf á leiknum á meðan var reynt að koma rafmagninu aftur á. Rafmagnið fór þó ekki að öllu húsinu heldur var hægt að spila tónlist í hléinu. Það nýttu liðin sér því stelpurnar buðu áhorfendum upp á „danseinvígi“ í staðinn fyrir körfubolta. Liðin stilltu sér upp á miðju vallarins og skiptust á að sýna hvoru öðru dansa af öllum gerðum. Dawn Staley, þjálfari bandaríska liðsins, hafði mjög gaman af þessu og tók upp myndband á símann sinn sem má sjá hér fyrir ofan. Love to see it. Never gets old. #GoldHabits x #AmeriCupW pic.twitter.com/LZmhN9luda— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Körfubolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Bandarikin vann fimmtán stiga sigur á Púertó Ríkó í úrslitaleiknum, 74-59, en Ameríkukeppnin fór fram á Púertó Ríkó. Sigur bandarísku stelpnanna var nokkuð öruggur í seinni hálfleik en liðið var þó ekki skipað atvinnumönnunum úr WNBA-deildinni heldur bestu stelpunum úr háskólaboltanum. Bandarísku stelpurnar unnu alla leiki sína á mótinu og þennan titil í fjórða sinn en Bandaríkin unnu hann líka 1993, 2007 og 2019. Back-to-back Our young stars came through, defeating 74-59 to win the @americupw pic.twitter.com/jBiedAAX9m— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Skotbakvörðurinn Rhyne Howard hjá Kentucky háskólanum, skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var kosin mikilvægasti leikmaður keppninnar. Hún hefur verið kosin leikmaður ársins í SEC deildinni undanfarin tvö tímabil. Púertó Ríkó byrjaði úrslitaleikinn þó vel og var yfir eftir bæði fyrsta og annan leikhluta. Frábær þriðji leikhluti færði þeim bandarísku frumkvæðið og þær voru búnar að bæta við forskotið þegar rafmagnið á húsinu fór í fjórða leikhluta. View this post on Instagram A post shared by Dawn Staley (@staley05) Það varð 25 mínútna töf á leiknum á meðan var reynt að koma rafmagninu aftur á. Rafmagnið fór þó ekki að öllu húsinu heldur var hægt að spila tónlist í hléinu. Það nýttu liðin sér því stelpurnar buðu áhorfendum upp á „danseinvígi“ í staðinn fyrir körfubolta. Liðin stilltu sér upp á miðju vallarins og skiptust á að sýna hvoru öðru dansa af öllum gerðum. Dawn Staley, þjálfari bandaríska liðsins, hafði mjög gaman af þessu og tók upp myndband á símann sinn sem má sjá hér fyrir ofan. Love to see it. Never gets old. #GoldHabits x #AmeriCupW pic.twitter.com/LZmhN9luda— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021
Körfubolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira