Rafmagnið fór í úrslitaleik en stelpurnar buðu upp á „danseinvígi“ í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 12:31 Það er alltaf gaman í liði Haley Jones, innan sem utan vallar. Hún varð háskólameistari í vor og Ameríkumeistari um helgina. Getty/C. Morgan Engel Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér sigur í Ameríkukeppni um helgina með sigri á Púertó Ríkó í úrslitaleik en úrslitaleiksins verður kannski minnst fyrir annað en körfubolta. Bandarikin vann fimmtán stiga sigur á Púertó Ríkó í úrslitaleiknum, 74-59, en Ameríkukeppnin fór fram á Púertó Ríkó. Sigur bandarísku stelpnanna var nokkuð öruggur í seinni hálfleik en liðið var þó ekki skipað atvinnumönnunum úr WNBA-deildinni heldur bestu stelpunum úr háskólaboltanum. Bandarísku stelpurnar unnu alla leiki sína á mótinu og þennan titil í fjórða sinn en Bandaríkin unnu hann líka 1993, 2007 og 2019. Back-to-back Our young stars came through, defeating 74-59 to win the @americupw pic.twitter.com/jBiedAAX9m— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Skotbakvörðurinn Rhyne Howard hjá Kentucky háskólanum, skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var kosin mikilvægasti leikmaður keppninnar. Hún hefur verið kosin leikmaður ársins í SEC deildinni undanfarin tvö tímabil. Púertó Ríkó byrjaði úrslitaleikinn þó vel og var yfir eftir bæði fyrsta og annan leikhluta. Frábær þriðji leikhluti færði þeim bandarísku frumkvæðið og þær voru búnar að bæta við forskotið þegar rafmagnið á húsinu fór í fjórða leikhluta. View this post on Instagram A post shared by Dawn Staley (@staley05) Það varð 25 mínútna töf á leiknum á meðan var reynt að koma rafmagninu aftur á. Rafmagnið fór þó ekki að öllu húsinu heldur var hægt að spila tónlist í hléinu. Það nýttu liðin sér því stelpurnar buðu áhorfendum upp á „danseinvígi“ í staðinn fyrir körfubolta. Liðin stilltu sér upp á miðju vallarins og skiptust á að sýna hvoru öðru dansa af öllum gerðum. Dawn Staley, þjálfari bandaríska liðsins, hafði mjög gaman af þessu og tók upp myndband á símann sinn sem má sjá hér fyrir ofan. Love to see it. Never gets old. #GoldHabits x #AmeriCupW pic.twitter.com/LZmhN9luda— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Bandarikin vann fimmtán stiga sigur á Púertó Ríkó í úrslitaleiknum, 74-59, en Ameríkukeppnin fór fram á Púertó Ríkó. Sigur bandarísku stelpnanna var nokkuð öruggur í seinni hálfleik en liðið var þó ekki skipað atvinnumönnunum úr WNBA-deildinni heldur bestu stelpunum úr háskólaboltanum. Bandarísku stelpurnar unnu alla leiki sína á mótinu og þennan titil í fjórða sinn en Bandaríkin unnu hann líka 1993, 2007 og 2019. Back-to-back Our young stars came through, defeating 74-59 to win the @americupw pic.twitter.com/jBiedAAX9m— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Skotbakvörðurinn Rhyne Howard hjá Kentucky háskólanum, skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var kosin mikilvægasti leikmaður keppninnar. Hún hefur verið kosin leikmaður ársins í SEC deildinni undanfarin tvö tímabil. Púertó Ríkó byrjaði úrslitaleikinn þó vel og var yfir eftir bæði fyrsta og annan leikhluta. Frábær þriðji leikhluti færði þeim bandarísku frumkvæðið og þær voru búnar að bæta við forskotið þegar rafmagnið á húsinu fór í fjórða leikhluta. View this post on Instagram A post shared by Dawn Staley (@staley05) Það varð 25 mínútna töf á leiknum á meðan var reynt að koma rafmagninu aftur á. Rafmagnið fór þó ekki að öllu húsinu heldur var hægt að spila tónlist í hléinu. Það nýttu liðin sér því stelpurnar buðu áhorfendum upp á „danseinvígi“ í staðinn fyrir körfubolta. Liðin stilltu sér upp á miðju vallarins og skiptust á að sýna hvoru öðru dansa af öllum gerðum. Dawn Staley, þjálfari bandaríska liðsins, hafði mjög gaman af þessu og tók upp myndband á símann sinn sem má sjá hér fyrir ofan. Love to see it. Never gets old. #GoldHabits x #AmeriCupW pic.twitter.com/LZmhN9luda— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021
Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira