Hélt hún væri inni á heimsleikunum ásamt Katrínu Tönju en sætið var tekið af henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 08:30 Þetta voru gríðarleg vonbrigði fyrir Emmu Tall sem var búin að fagna sæti á heimsleikunum. Instagram/@emmtall CrossFit samtökin hafa tekið heimsleikasætið af hinni sænsku Emma Tall þrátt fyrir að hafa áður verið búin að staðfesta úrslitin á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019. CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019.
CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira