Sport

Silfurkona frá ÓL hættir við að keppa á leikunum í ár vegna öfugugga í íþróttum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Madeline Groves með silfurverðlaunin sem hún vann á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.
Madeline Groves með silfurverðlaunin sem hún vann á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/ Jean Catuffe

Ástralska Ólympíusundkonan Madeline Groves ætlar ekki að mæta á ástralska úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Hún keppir því ekki á leikunum í sumar.

Hin 26 ára gamla Groves vann tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan og er í hópi bestu sundkvenna Ástrala.

Árið 2020 sagði hún frá því að hún hafi kvartað undir ónefndum aðila sem lét henni líða mjög óþægilega. Þessi ákvörðun hennar nú er án nokkurs vafa tengt því máli.

Ástæðan fyrir því að hún er ekki tilbúin að keppa um sæti í Ólympíuliði Ástrala sagði hún vera öfuguggahátt og kvenhatur í íþróttunum eða „misogynistic perverts“ eins og hún orðaði það.

„Látum þetta verða kennslustund fyrir alla kvenhaturs öfuguggana og þá sem sleikja þá upp,“ skrifaði Madeline Groves meðal annars í færslu sinni.

Sundsamband Ástralíu segist taka allar ásakanir um kynferðislega áreitni mjög alvarlega. Sambandið hafði líka samband við Groves vegna þess sem hún talaði um í nóvember og desember síðastliðnum. Hún hafi hins vegar neitað að gefa upp frekari upplýsingar og ekki væri vitað um fleiri kvartanir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.