„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:53 Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. „Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira
„Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira