Körfubolti

„Það var rosalegur hrollur í þeim“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva Margrét Kristjánsdóttir og félagar í Haukaliðinu komust ekkert áfram í fyrsta leikhlutanum í gær þar sem þær klikkuðu á 15 af 16 skotum og skoruðu bara tvö stig.
Eva Margrét Kristjánsdóttir og félagar í Haukaliðinu komust ekkert áfram í fyrsta leikhlutanum í gær þar sem þær klikkuðu á 15 af 16 skotum og skoruðu bara tvö stig. Vísir/Bára

Það er líklega ekki hægt að finna lið sem hefur byrjað úrslitaeinvígi verr en Haukakonur í lokaúrslitum Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Haukar töpuðu fyrsta leikhlutanum 18-2 og náðu aldrei að vinna það upp það sem eftir lifði leiks.

Valur er komið í 1-0 á móti Haukum í úrslitaeinvígi Domino's deild kvenna en þær nutu góðs af því að mótherjar þeirra í Haukum spiluðu bara þrjá leikhluta af fjórum í þessum fyrsta leikhluta.

Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, fóru yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi strax eftir leik og ræddu meðal annars þennan furðulega fyrsta leikhluta.

„Þetta var bara skelfilegt. Í upphituninni var eins og þær væru rosalega tilbúnar í leikinn. Svo gekk ekkert þarna til að byrja með. Þær hættu kannski ekki en það var rosalegur hrollur í þeim fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.S2 Sport

Var varnarleikur Vals svona þéttur og góður í fyrsta leikhluta eða voru Haukakonur svona stressaðar eða ekki að vanda skotval sitt.

„Varnarleikurinn var kannski góður að því leiti að þær fengu Haukana í þessi erfiðu skot. Þær voru að taka alltof ótímabær skot. Hvort að þær hafi orðið svo hissa á því að Valur var að tvídekka Söru? Ég veit það ekki,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir.

„Það var lagt upp með það að stoppa Söru enda var hún búin að vera á eldi í undanúrslitarimmunni á móti Keflavík. Hún var búin að vera mjög flott og maður sá það þegar Valskonur tóku hana úr umferð þá áttu Haukarnir engin svör. Þá var þetta allt svo erfitt og þvingað,“ sagði Bryndís.

Það má heyra meira um umfjöllun stelpnanna í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm byrjun HaukakvennaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.