Knicks banna áhorfandann sem hrækti á Trae Young Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2021 23:30 Trae Young í leiknum síðustu nótt. Elsa/Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefur farið af stað með látum. Áhorfendur eru mættir aftur á hliðarlínuna og hafa þeir heldur betur látið taka til sín. Sumir á jákvæðan hátt en aðrir á neikvæðan hátt. Vísir fjallaði fyrr í dag um það hvernig poppkorni var hellt á Russell Westbrook er hann yfirgaf leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Wizards töpuðu og eru 2-0 undir í einvíginu en Westbrook var lítið að pæla í því eftir að áhorfandi sturtaði poppkorni yfir hann. Westbrook brást eðlilega illa við og þurfti öryggisverði til að aftra honum frá því að hjóla í téðan áhorfenda. Trae Young átti frábæran leik í liði Atlanta Hawks sem mátti þola tap gegn New York Knicks í New York. Young skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar en það sem vakti hvað mesta athygli í leiknum var það að einn áhorfendanna í Garðinum, heimavelli Knicks, hrækti á Young á meðan leik stóð. Leikmaðurinn tók að því virtist ekki mikið eftir því og gerði grín að atvikinu á Twitter-síðu sinni í kjölfarið. Damn... Crazy ! @50cent y all good?! https://t.co/p8jSbwyozT— Trae Young (@TheTraeYoung) May 27, 2021 Knicks hefur samt ákveðið að banna einstaklinginn frá heimavelli sínum, að eilífu! „Rannsókn á málinu leiddi til staðfestingar á því einstaklingur, sem er ekki ársmiðahafi, hrækti á Trae Young. Vegna þess hefur hann verið bannaður frá Garðinum það sem eftir er,“ sagði í yfirlýsingu Knicks. Þá bað félagið Young – sem og allt Atlanta liðið – afsökunar á hegðun áhorfandans. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar heldur áfram í nótt þegar þrír leikir fara fram. Klukkan 23.30 er leikur Miami Heat og Milwaukee Bucks á dagskrá. Bucks leiða 2-0 og erfitt að sjá Miami komast lengra í ár. Klukkan 02.00 spila meistarar Los Angeles Lakers á heimavelli gegn Phoenix Suns. Allt er í járnum í rimmu liðanna en staðan er 1-1 sem stendur. Það sama er upp á teningnum í einvígi Portland Trail Blazers og Denver Nuggets. Þau mætast klukkan 02.30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31 NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00 Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Vísir fjallaði fyrr í dag um það hvernig poppkorni var hellt á Russell Westbrook er hann yfirgaf leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Wizards töpuðu og eru 2-0 undir í einvíginu en Westbrook var lítið að pæla í því eftir að áhorfandi sturtaði poppkorni yfir hann. Westbrook brást eðlilega illa við og þurfti öryggisverði til að aftra honum frá því að hjóla í téðan áhorfenda. Trae Young átti frábæran leik í liði Atlanta Hawks sem mátti þola tap gegn New York Knicks í New York. Young skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar en það sem vakti hvað mesta athygli í leiknum var það að einn áhorfendanna í Garðinum, heimavelli Knicks, hrækti á Young á meðan leik stóð. Leikmaðurinn tók að því virtist ekki mikið eftir því og gerði grín að atvikinu á Twitter-síðu sinni í kjölfarið. Damn... Crazy ! @50cent y all good?! https://t.co/p8jSbwyozT— Trae Young (@TheTraeYoung) May 27, 2021 Knicks hefur samt ákveðið að banna einstaklinginn frá heimavelli sínum, að eilífu! „Rannsókn á málinu leiddi til staðfestingar á því einstaklingur, sem er ekki ársmiðahafi, hrækti á Trae Young. Vegna þess hefur hann verið bannaður frá Garðinum það sem eftir er,“ sagði í yfirlýsingu Knicks. Þá bað félagið Young – sem og allt Atlanta liðið – afsökunar á hegðun áhorfandans. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar heldur áfram í nótt þegar þrír leikir fara fram. Klukkan 23.30 er leikur Miami Heat og Milwaukee Bucks á dagskrá. Bucks leiða 2-0 og erfitt að sjá Miami komast lengra í ár. Klukkan 02.00 spila meistarar Los Angeles Lakers á heimavelli gegn Phoenix Suns. Allt er í járnum í rimmu liðanna en staðan er 1-1 sem stendur. Það sama er upp á teningnum í einvígi Portland Trail Blazers og Denver Nuggets. Þau mætast klukkan 02.30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31 NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00 Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31
NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00
Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum