Óþekktarormur úr Ásgarði, líkskoðari í Toronto og versti fasteignasali Lundúna væntanleg á skjáinn Heiðar Sumarliðason skrifar 26. maí 2021 15:01 Loki Laufeyjarson er væntanlegur á Disney+. Það er af nægu að taka næstu vikurnar þegar kemur að nýju sjónvarpsefni. Hér er stiklað á stóru. 26. maí. Coroner. Stöð 2. Stöð 2 frumsýnir Coroner í kvöld, kanadíska þáttaröð um líkskoðarann Jenny Cooper, sem missti nýlega eiginmann sinn og flytur til Toronto til að hefja nýtt líf. Hér er um að ræða svokallaða „police procedural“-þátt í ætt við Law and Order og CSI. Coroner byggir á samnefndum skáldsögum M.R. Hall. 27. maí. Stath Lets Flats. RÚV. Gamanleikarinn Jamie Demetriou hefur lengi verið einn vanmetnasti senuþjófur bresks sjónvarps. Hann átti t.a.m. ógleymanlega innkomu í Fleabag sem hið svokallaða strætó nagdýr. Á morgun hefur RÚV sýningar á þáttaröð hans Stath Lets Flats, sem fjallar um vonlausasta fasteignasala Lundúnarborgar. 28. maí. The Kominsky Method. Netflix. Netflix sýnir þriðju og síðustu þáttaröð The Kominsky Method nk. föstudag. Hún fjallar um leikarann Sandy Kominsky sem má muna fífil sinn fegurri og er nú leiklistarkennari. Michael Douglas leikur Sandy, en höfundur þáttanna er Chuck Lorre, maðurinn á bakvið Big Bang Theory og Two and a Half Men. 28. maí. Panic. Amazon Prime. Amazon Prime frumsýnir nýja tíu hluta sjónvarpsþáttaröð um framhaldsskólanema sem keppa í lífshættulegum leik þar sem til mikils er að vinna. Þetta er fyrsta strandhögg skáldsagnahöfundarins Lauren Oliver í leikið efni, en hún skrifaði m.a. skáldsöguna Before I Fall sem var kvikmynduð árið 2017 og sýnd í bíóhúsum. Með aðalhlutverk í Panic fara Olivia Welch og Mike Faist. 29. maí. Feel Good. Netflix. Önnur og síðasta þáttaröð Feel Good kemur á Netflix nk. laugardag. Þættirnir eru breskir, en þó mjög fjölþjóðlegir. Sögusviðið er London, en Mae Martin sem leikur aðalhlutverkið og er höfundur þáttanna, er kanadísk. Lisa Kudrow leikur móður hennar og hin breska Charlotte Riche leikur ástkonu Mae. Hægt er að lesa gagnrýni Vísis um fyrri þáttaröð Feel Good hér. 1. júní. Shrill. Stöð 2. Stöð 2 tók það heillaskref að sýna gamanþáttaröðina Shrill frá Lindy West og Aidy Bryant, sem bæði er höfundur og aðalleikkona. Nú er þriðja serían tilbúin og stutt í að hægt verði að bera hana augum. Hægt er að lesa lofsamlega gagnrýni Vísis um aðra þáttaröðina hér. 9. júní. Loki. Disney+. Marvel-þátta holskefla Disney streymisveitunnar heldur áfram þegar Loki verður frumsýndur. Þættirnir eru sex talsins og koma inn vikulega. Það er Tom Hiddleston sem túlkar Loka, líkt og í Marvel-kvikmyndunum um Þór og Avengers. Það er Kate Herron sem leikstýrir öllum þáttunum, en hún hefur áður leikstýrt þáttum af Netflix-seríunum Sex Education og Day Break. Stjörnubíó Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
26. maí. Coroner. Stöð 2. Stöð 2 frumsýnir Coroner í kvöld, kanadíska þáttaröð um líkskoðarann Jenny Cooper, sem missti nýlega eiginmann sinn og flytur til Toronto til að hefja nýtt líf. Hér er um að ræða svokallaða „police procedural“-þátt í ætt við Law and Order og CSI. Coroner byggir á samnefndum skáldsögum M.R. Hall. 27. maí. Stath Lets Flats. RÚV. Gamanleikarinn Jamie Demetriou hefur lengi verið einn vanmetnasti senuþjófur bresks sjónvarps. Hann átti t.a.m. ógleymanlega innkomu í Fleabag sem hið svokallaða strætó nagdýr. Á morgun hefur RÚV sýningar á þáttaröð hans Stath Lets Flats, sem fjallar um vonlausasta fasteignasala Lundúnarborgar. 28. maí. The Kominsky Method. Netflix. Netflix sýnir þriðju og síðustu þáttaröð The Kominsky Method nk. föstudag. Hún fjallar um leikarann Sandy Kominsky sem má muna fífil sinn fegurri og er nú leiklistarkennari. Michael Douglas leikur Sandy, en höfundur þáttanna er Chuck Lorre, maðurinn á bakvið Big Bang Theory og Two and a Half Men. 28. maí. Panic. Amazon Prime. Amazon Prime frumsýnir nýja tíu hluta sjónvarpsþáttaröð um framhaldsskólanema sem keppa í lífshættulegum leik þar sem til mikils er að vinna. Þetta er fyrsta strandhögg skáldsagnahöfundarins Lauren Oliver í leikið efni, en hún skrifaði m.a. skáldsöguna Before I Fall sem var kvikmynduð árið 2017 og sýnd í bíóhúsum. Með aðalhlutverk í Panic fara Olivia Welch og Mike Faist. 29. maí. Feel Good. Netflix. Önnur og síðasta þáttaröð Feel Good kemur á Netflix nk. laugardag. Þættirnir eru breskir, en þó mjög fjölþjóðlegir. Sögusviðið er London, en Mae Martin sem leikur aðalhlutverkið og er höfundur þáttanna, er kanadísk. Lisa Kudrow leikur móður hennar og hin breska Charlotte Riche leikur ástkonu Mae. Hægt er að lesa gagnrýni Vísis um fyrri þáttaröð Feel Good hér. 1. júní. Shrill. Stöð 2. Stöð 2 tók það heillaskref að sýna gamanþáttaröðina Shrill frá Lindy West og Aidy Bryant, sem bæði er höfundur og aðalleikkona. Nú er þriðja serían tilbúin og stutt í að hægt verði að bera hana augum. Hægt er að lesa lofsamlega gagnrýni Vísis um aðra þáttaröðina hér. 9. júní. Loki. Disney+. Marvel-þátta holskefla Disney streymisveitunnar heldur áfram þegar Loki verður frumsýndur. Þættirnir eru sex talsins og koma inn vikulega. Það er Tom Hiddleston sem túlkar Loka, líkt og í Marvel-kvikmyndunum um Þór og Avengers. Það er Kate Herron sem leikstýrir öllum þáttunum, en hún hefur áður leikstýrt þáttum af Netflix-seríunum Sex Education og Day Break.
Stjörnubíó Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira