Lífið

Leikarinn sem ljáði krabbanum Sebastían rödd sína er allur

Atli Ísleifsson skrifar
Sem Sebastían söng Samuel E. Wright tvö af vinsælustu lögum myndarinnar – Under the Sea og Kiss the Girl.
Sem Sebastían söng Samuel E. Wright tvö af vinsælustu lögum myndarinnar – Under the Sea og Kiss the Girl. Getty

Bandaríski leikarinn Samuel E. Wright, sem þekktastur er fyrir að hafa ljáð krabbanum Sebastían í Disney-myndinni Litlu hafmeyjunni rödd sína, er látinn, 74 ára að aldri.

Greint var frá andláti Wright á Facebook-síðu Montgomery-borgar í New York-ríki, heimaborgar Wrights. Segir að Wright hafi veitt öllum borgarbúum innblástur og að fjölskylda hans hafi komið menningarmiðstöðinni Hudson Valley Conservatory á laggirnar.

„Hann elskaði að skemmta, elskaði að fá fólk til að brosa og hlæja og hann elskaði að elska.“

Í Disney-myndinni Litlu hafmeyjunni talaði Wright fyrir krabbann Sebastían, sérlegan ráðgjafa Tríton konungs, föður hafmeyjunnar Aríel.

Sem Sebastían söng Wright tvö af vinsælustu lögum myndarinnar – Under the Sea og svo lagið Kiss the Girl. Hið fyrrnefnda vann til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lag.

Á leiklistarferli sínum fór Wright einnig með hlutverk meðal annars í þáttunum Enos, All My Children og The Cosby Show.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.