Reykjavíkurrisarnir mætast í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox gengu báðir til liðs við Val frá KR. Valur og KR mætast í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í Origo höllinni í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í deildinni og þá unnu liðin sinn leikinn hvor innbyrgðis. Valsmenn unnu þó innbyrgðisviðureignirnar samtals með einu stigi og þetta eina stig tryggði þeim heimaleikjaréttinn. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira