„Ég held að hann sé aldrei að fara að spila í 1. deildinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 16:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður örugglega eftirsóttur í sumar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingarnir í Domino´s Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér í hvaða leikmenn Hattar og Hauka hin liðin munu hringja nú þegar Höttur og Haukar spila ekki í Domino´s deildinni næsta vetur. Sjaldan hafa eins sterk lið fallið úr Domino´s deildinni og í vetur enda deildin gríðarlega sterk. Leikmannahópar Hattar og Hauka höfðu að öllu eðlilegu átt að skila þessum liðum inn í úrslitakeppnina en í staðinn þurftu þau bæði að sætta sig við fall. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Benedikt Guðmundsson og Teit Örlygsson í síðasta uppgjörsþætti deildarinnar. Kjartan Atli fékk þá til að velta fyrir sér framtíðinni hjá leikmönnum Hattar og Hauka og spurði þá hverjir þeirra eigi heima í úrvalsdeildinni. „Nánast allir, viltu að ég þylji þá alla upp,“ svaraði Benedikt Guðmundsson. „Þetta eru bara tvö úrvalsdeildarlið, Domino´s deildarlið sem eiga bara heima í þessari deild í heild sinni,“ sagði Benedikt og Teitur Örlygsson segir að það bíði liðunum sem koma upp mjög krefjandi verkefni. Breiðablik er komið upp og hitt liðið kemst upp í gegnum þessa úrslitakeppni. „Þau þurfa að styrkja sig svaðalega,“ spurði Kjartan Atli og beindi spurningu sinni á Teit. „Þau þurfa að gera ansi mikið til þess að vinna leik eins og deildin var núna. Það er ekkert öðruvísi og það er mikið verk framundan hjá þessum liðum sem eru að koma upp,“ sagði Teitur. Kjartan Atli nefndi sérstaklega Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem dæmi um leikmann sem verður eftirsóttur í sumar nú þegar lið hans Höttur er fallið í 1. deildina. „Ég held að hann sé aldrei að fara að spila í 1. deildinni. Það kæmi verulega á óvart,“ sagði Benedikt. Kjartan Atli fékk líka þá Benedikt og Teit til að segja hvaða lið ollu mestu vonbrigðum, hvaða lið komu mest á óvart og hverjir stóðu sig best af leikmönnum deildarinnar. Það má sjá alla framlenginguna hér fyrir neðan. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Hverjir komu á óvart og hverjir stóðu sig best Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Sjaldan hafa eins sterk lið fallið úr Domino´s deildinni og í vetur enda deildin gríðarlega sterk. Leikmannahópar Hattar og Hauka höfðu að öllu eðlilegu átt að skila þessum liðum inn í úrslitakeppnina en í staðinn þurftu þau bæði að sætta sig við fall. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Benedikt Guðmundsson og Teit Örlygsson í síðasta uppgjörsþætti deildarinnar. Kjartan Atli fékk þá til að velta fyrir sér framtíðinni hjá leikmönnum Hattar og Hauka og spurði þá hverjir þeirra eigi heima í úrvalsdeildinni. „Nánast allir, viltu að ég þylji þá alla upp,“ svaraði Benedikt Guðmundsson. „Þetta eru bara tvö úrvalsdeildarlið, Domino´s deildarlið sem eiga bara heima í þessari deild í heild sinni,“ sagði Benedikt og Teitur Örlygsson segir að það bíði liðunum sem koma upp mjög krefjandi verkefni. Breiðablik er komið upp og hitt liðið kemst upp í gegnum þessa úrslitakeppni. „Þau þurfa að styrkja sig svaðalega,“ spurði Kjartan Atli og beindi spurningu sinni á Teit. „Þau þurfa að gera ansi mikið til þess að vinna leik eins og deildin var núna. Það er ekkert öðruvísi og það er mikið verk framundan hjá þessum liðum sem eru að koma upp,“ sagði Teitur. Kjartan Atli nefndi sérstaklega Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem dæmi um leikmann sem verður eftirsóttur í sumar nú þegar lið hans Höttur er fallið í 1. deildina. „Ég held að hann sé aldrei að fara að spila í 1. deildinni. Það kæmi verulega á óvart,“ sagði Benedikt. Kjartan Atli fékk líka þá Benedikt og Teit til að segja hvaða lið ollu mestu vonbrigðum, hvaða lið komu mest á óvart og hverjir stóðu sig best af leikmönnum deildarinnar. Það má sjá alla framlenginguna hér fyrir neðan. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Hverjir komu á óvart og hverjir stóðu sig best
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira