Innlent

Karen Elísa­bet sækist eftir þriðja sæti í Suð­vestur

Eiður Þór Árnason skrifar
Karen Elísabet Halldórsdóttir býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Karen Elísabet Halldórsdóttir býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Samsett

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sækist eftir þriðja sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar.

Prófkjör flokksins fer fram í kjördæminu þann 10. til 12. júni næstkomandi. Karen Elísabet greinir frá þessu í tilkynningu til fjölmiðla en hún starfar einnig sem skrifstofustjóri Raftækjasölunnar ehf og situr í ýmsum ráðum bæjarfélagsins. 

Þá situr hún í stjórn Strætó og Ráðgjafanefnd jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveitafélaga. Karen Elísabet er menntuð í sálfræði og mannauðsstjórnun og á tvær dætur.

„Ég legg höfuðáherslu á að við náum að vinna á því atvinnuleysi sem Covid 19 hefur skapað okkur. Til þess að svo sé hægt þarf að huga að rekstrarumhverfi fyrirtækja og sér í lagi lítilla og meðalstórra eininga. Mikilvægt er að þau starfi í fyrirsjáanlegu umhverfi sem einkennist af lágum sköttum og álögum,“ segir hún í tilkynningu.

„Án öflugs atvinnulífs er enginn grundvöllur fyrir sterku heilbrigðis og velferðarkerfi. Ég tel það mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn taki að sér forsjá Heilbrigðisráðuneytisins með áherslu á að létta á biðlistum og fjölga aðgerðum sem hægt er að sinna hérlendis. Erlent vinnuafl er Íslandi dýrmætt, og huga þarf að því hvernig aðlögun nýrra Íslendinga er best fyrir komið. Við eigum að taka vel á móti fólki, aðstoða það við aðlögun og atvinnuþátttöku en um leið að gera hælisleitendaferlið skilvirkara.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.