NBA dagsins: WES182OOK Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 15:02 Russell Westbrook á metið yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu Washington Wizards þótt fyrsta tímabili hans hjá félaginu sé ekki lokið. getty/Casey Sykes Russell Westbrook skráði sig í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann náði sinni 182. þreföldu tvennu á ferlinum í 125-124 tapi Washington Wizards fyrir Atlanta Hawks í nótt. Westbrook sló þar með met Oscars Robertson sem hafði staðið frá 24. mars 1974. Robertson skoraði þá fjórtán stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri Milwaukee Bucks á Portland Trail Blazers, 120-110. Það var 181. og síðasta þrenna Robertsons á ferlinum. Westbrook bætti 47 ára gamalt met Robertsons þegar hann tók sitt tíunda frákast þegar átta og hálf mínúta var eftir af leiknum í Atlanta í nótt. Hann endaði með 28 stig, þrettán fráköst og 21 stoðsendingu. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Washington sigurinn undir lokin en þriggja stiga skot hans geigaði. Eftir leikinn birti Washington myndband þar sem nokkrir af bestu leikmönnum heims óskuðu honum til hamingju með áfangann, þar á meðal Robertson sjálfur. „Russell Westbrook, ég er mjög ánægður fyrir þína hönd. Fjölskylda þín er mjög stolt af þér,“ sagði Robertson. Jason Kidd, sem er í 4. sæti þrennulistans, sendi Westbrook einnig kveðju. „Þvílíkur áfangi. Ótrúlegt. Þú skildir mig eftir fyrir löngu síðan. En núna verðurðu alltaf þekktur sem herra þrenna,“ sagði Kidd sem náði 107 þreföldum tvennum á ferlinum. Washington er í 10. sæti Austurdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Westbrook kom til liðsins frá Houston Rockets í sumar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Atlanta og Washington, Golden State Warriors og Utah Jazz og San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. 11. maí 2021 08:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Westbrook sló þar með met Oscars Robertson sem hafði staðið frá 24. mars 1974. Robertson skoraði þá fjórtán stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri Milwaukee Bucks á Portland Trail Blazers, 120-110. Það var 181. og síðasta þrenna Robertsons á ferlinum. Westbrook bætti 47 ára gamalt met Robertsons þegar hann tók sitt tíunda frákast þegar átta og hálf mínúta var eftir af leiknum í Atlanta í nótt. Hann endaði með 28 stig, þrettán fráköst og 21 stoðsendingu. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Washington sigurinn undir lokin en þriggja stiga skot hans geigaði. Eftir leikinn birti Washington myndband þar sem nokkrir af bestu leikmönnum heims óskuðu honum til hamingju með áfangann, þar á meðal Robertson sjálfur. „Russell Westbrook, ég er mjög ánægður fyrir þína hönd. Fjölskylda þín er mjög stolt af þér,“ sagði Robertson. Jason Kidd, sem er í 4. sæti þrennulistans, sendi Westbrook einnig kveðju. „Þvílíkur áfangi. Ótrúlegt. Þú skildir mig eftir fyrir löngu síðan. En núna verðurðu alltaf þekktur sem herra þrenna,“ sagði Kidd sem náði 107 þreföldum tvennum á ferlinum. Washington er í 10. sæti Austurdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Westbrook kom til liðsins frá Houston Rockets í sumar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Atlanta og Washington, Golden State Warriors og Utah Jazz og San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. 11. maí 2021 08:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. 11. maí 2021 08:00