Lífið samstarf

Önnur þáttaröð „Darkness - Those Who Kill“  aðgengileg á Viaplay

Viaplay
Louise Bergstein flækist persónulega inn í morðmál.
Louise Bergstein flækist persónulega inn í morðmál.

Réttarsálfræðingurinn Loise Bergstein flækist persónulega inn í morðmál í nýrri þáttaröð. 

Önnur þáttaröðin af „Darkness - Those Who Kill“ er orðin aðgengileg á Viaplay.

Eins og í undanförnum þáttaröðum fylgjumst við með réttarsálfræðingnum Louise Bergstein, sem leikin er af Natalie Madueño, en að þessu sinni flækist hún persónulega inn í hræðilegt morðmál.

Söguþráður nýju þáttaraðarinnar byggist á þremur óupplýstum morðum á ungum karlmönnum á dönsku eyjunni Fjón. Þrátt fyrir að hafa verið myrtir með örfárra mánaða millibili við svipaðar kringumstæður hefur lögreglunni ekki tekist að upplýsa morðin og fimm árum síðar skortir lögreglu enn sönnunargögn.

Eitt fórnarlambanna var hinn 18 ára gamli Markus, en Alice móðir hans var náin vinkona móður Louise. Þegar Alice greinist með krabbamein langar hana sárlega að leysa morðið á syni sínum áður en hún deyr og biður þess vegna Louise um hjálp við að finna morðingjann. Louise hikar hvergi og leggur allt kapp á að finna morðingja Markusar, þegar annar ungur maður finnst myrtur við svipaðar aðstæður. Hún reynir hvað hún getur að leysa ráðgátuna áður en næsta fórnarlamb er myrt - en það sem henni yfirsést er að hún kann að tengjast morðingjanum persónulega, og kemur á daginn að hann er mun greindari og kaldrifjaðri en hana hafði órað fyrir.

Þáttaröðin samanstendur af átta 45 mínútna þáttum og er öll þáttaröðin aðgengileg á Viaplay.

Prófaðu Viaplay frítt í tvær vikur á viaplay.is
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.