Erlent

Fjórir slasaðir eftir hnífaárás í matvöruverslun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Eitt fórnarlambanna flutt af vettvangi.
Eitt fórnarlambanna flutt af vettvangi. AP/Otago Daily News/Christine O'Connor

Að minnsta kosti fjórir eru alvarlega slasaðir eftir að maður gekk berserksgang í matvöruverslun á Suðureyju Nýja Sjálands í morgun. Þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi og árásarmaðurinn virðist hafa verið handtekinn.

Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýsjálendinga segir enn óljóst hvað lá að baki árásinni en segir þó ekkert benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 

Samkvæmt BBC eru bæði starfsmenn og viðskiptavinir meðal slösuðu.

„Við heyrðum bara öskur og héldum að einhver hefði dottið en svo varð það bara hærra og hærra og fleiri fóru að öskra,“ sagði vitni í samtali við Otago Daily Times.

„Ég sá eina rauða hönd meðal fólksins; blóðuga hönd og allir hlupu að dyrunum.“

Nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru sagðir hafa reynt að halda árásarmanninum.

Verslunin verður lokuð í dag og á morgun.

Atvik sem þessi eru fátíð á Nýja Sjálandi en þó eru atburðirnir í Christchurch fólki enn í fersku minni þar sem kynþáttahatari skaut fimmtíu manns til bana í tveimur moskum árið 2019.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.