Sport

Dagskráin í dag: Nítján beinar útsendingar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pepsi Max stúkan er á dagskrá í kvöld.
Pepsi Max stúkan er á dagskrá í kvöld. Stöð 2 Sport

Þegar dagskráin á sportstöðvum Stöðvar 2 er skoðuð þessa dagana er augljóst að íþróttalífið blómstrar á vordögum.

Nítján beinar útsendingar verða á sporstöðvum Stöðvar 2 í dag, þar af eru sex af innlendum vettvangi. Sýnt verður beint frá Olís-deild karla í handbolta og Pepsi-Max deild karla í fótbolta.

Heimir Guðjónsson fer með Íslandsmeistara Vals í Kaplakrika í stærsta leik sumarsins til þessa.

Þá er sömuleiðis farið að draga til tíðinda erlendis þar sem meðal annars mætast Real Madrid og Sevilla í mikilvægum leik í titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. 

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.