Vill sjá styttri málsmeðferðartíma og fræðslu innan dómskerfisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. maí 2021 19:37 Helga Vala Helgadóttir. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins. Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti fyrr í dag segir Helga Vala frá reynslu sinni sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. „Ég hitti aldrei á þessum tíma brotaþola sem hefði að gamni sínu gengið í gegnum þá raun sem því fylgir,“ skrifar Helga Vala meðal annars í færslunni sem sjá má hér að neðan. Ég starfaði um árabil sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. Gekk vaktir á Neyðarmóttöku í viku í senn á 6...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Saturday, 8 May 2021 Styttri málsmeðferðartíma með auknu fjármagni Í samtali við fréttastofu segir Helga Vala að hún myndi vilja sjá breytingar á því í hvaða farveg mál þolenda kynferðisbrota eru sett innan dómskerfisins. Hún segir til að mynda að veita þyrfti brotaþolum aðild að málum á einhvern hátt, en í dag séu þeir einfaldlega vitni að brotum gegn sér. „Í öðru lagi myndi ég vilja láta auka fjárveitingu til lögreglunnar, þannig að hún hefði möguleika á að rannsaka málin hraðar. Þessi langi, langi málsmeðferðartími endar stundum á því að vera ívilnandi fyrir sakborning sem hefur þurft að bíða lengi og fær vægari refsingu er ekki bættur á nokkurn hátt upp fyrir brotaþola, sem þarf að bíða jafn lengi og getur oft ekki lokað málinu fyrr en dómsmáli er lokið,“ segir Helga Vala. Hún segir langan málsmeðferðartíma skrifast á ákæruvaldið, en að þeir sem hafa fjárveitingarvaldið geti þó ákveðið að setja meira fjármagn í málaflokkinn. Þá myndi hún vilja að brotaþolum yrðu dæmdar auknar miskabætur úr ríkissjóði þegar mál dragast fram úr hófi. „Þetta er verulega íþyngjandi fyrir brotaþola, hvað þetta tekur langan tíma.“ Telur fræðslu í dómskerfinu geta komið að gagni Helga Vala segir þá að gott gæti verið að fræða dómara betur í málaflokkinum. „Brotaþolar sýna gríðarlega ólík viðbrögð, bæði eftir eðli brots, tengslum við geranda, persónuleika og aðstæðum öllum. Það segir sig bara sjálft að viðbrögð brotaþola eru ekki alltaf þau sömu,“ segir Helga Vala. Hún segir ekki hægt að gera brotaþolum það að fara eftir ákveðnum reglum eða viðmiðum um viðbrögð, þegar þeir hafa orðið fyrir ofbeldi. „Sú kennsla mætti vera meiri inni í dómskerfinu,“ segir Helga Vala. Hún segir almenna fræðslu um málaflokkinn ekki síður mikilvæga og bætir við að hún vilji hrósa öllum þeim sem stigið hafa fram og greint frá reynslu sinni af ofbeldi. „Ég bara beygi mig í duftið af stolti yfir öllu þessu fólki sem er að stíga fram, því það er ekkert einfalt,“ segir Helga Vala að lokum. MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti fyrr í dag segir Helga Vala frá reynslu sinni sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. „Ég hitti aldrei á þessum tíma brotaþola sem hefði að gamni sínu gengið í gegnum þá raun sem því fylgir,“ skrifar Helga Vala meðal annars í færslunni sem sjá má hér að neðan. Ég starfaði um árabil sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. Gekk vaktir á Neyðarmóttöku í viku í senn á 6...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Saturday, 8 May 2021 Styttri málsmeðferðartíma með auknu fjármagni Í samtali við fréttastofu segir Helga Vala að hún myndi vilja sjá breytingar á því í hvaða farveg mál þolenda kynferðisbrota eru sett innan dómskerfisins. Hún segir til að mynda að veita þyrfti brotaþolum aðild að málum á einhvern hátt, en í dag séu þeir einfaldlega vitni að brotum gegn sér. „Í öðru lagi myndi ég vilja láta auka fjárveitingu til lögreglunnar, þannig að hún hefði möguleika á að rannsaka málin hraðar. Þessi langi, langi málsmeðferðartími endar stundum á því að vera ívilnandi fyrir sakborning sem hefur þurft að bíða lengi og fær vægari refsingu er ekki bættur á nokkurn hátt upp fyrir brotaþola, sem þarf að bíða jafn lengi og getur oft ekki lokað málinu fyrr en dómsmáli er lokið,“ segir Helga Vala. Hún segir langan málsmeðferðartíma skrifast á ákæruvaldið, en að þeir sem hafa fjárveitingarvaldið geti þó ákveðið að setja meira fjármagn í málaflokkinn. Þá myndi hún vilja að brotaþolum yrðu dæmdar auknar miskabætur úr ríkissjóði þegar mál dragast fram úr hófi. „Þetta er verulega íþyngjandi fyrir brotaþola, hvað þetta tekur langan tíma.“ Telur fræðslu í dómskerfinu geta komið að gagni Helga Vala segir þá að gott gæti verið að fræða dómara betur í málaflokkinum. „Brotaþolar sýna gríðarlega ólík viðbrögð, bæði eftir eðli brots, tengslum við geranda, persónuleika og aðstæðum öllum. Það segir sig bara sjálft að viðbrögð brotaþola eru ekki alltaf þau sömu,“ segir Helga Vala. Hún segir ekki hægt að gera brotaþolum það að fara eftir ákveðnum reglum eða viðmiðum um viðbrögð, þegar þeir hafa orðið fyrir ofbeldi. „Sú kennsla mætti vera meiri inni í dómskerfinu,“ segir Helga Vala. Hún segir almenna fræðslu um málaflokkinn ekki síður mikilvæga og bætir við að hún vilji hrósa öllum þeim sem stigið hafa fram og greint frá reynslu sinni af ofbeldi. „Ég bara beygi mig í duftið af stolti yfir öllu þessu fólki sem er að stíga fram, því það er ekkert einfalt,“ segir Helga Vala að lokum.
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48
Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20