Körfubolti

Tryggvi Snær og fé­lagar töpuðu í undan­úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason fékk ekki mikinn tíma á vellinum í dag.
Tryggvi Snær Hlinason fékk ekki mikinn tíma á vellinum í dag. Omer Evren Atalay/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í spænska körfuboltaliðinu Zaragoza töpuðu í dag gegn tyrkneska liðinu Pinar Karsiyaka í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, lokatölur 84-79 Tyrkjunum í vil.

Gestirnir byrjuðu betur og voru 12 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn var tíu stig er flautað var til hálfleiks, staðan þá 43-33 Pinar í vil. Zaragoza byrjaði síðari hálfleik sterkt og leiddi að loknum þriðja leikhluta en svo virtist bensínið einfaldlega búið í fjórða og síðasta leikhluta leiksins.

Hann unnu Pinar með átta stigum og leikinn því með fimm stiga mun, lokatölur 84-79 og Pinar komið í undanúrslit á meðan Zaragoza spilar um þriðja sætið.

Tryggvi Snær spilaði aðeins rúmar fimm mínútur í dag, Hann skoraði tvö stig og tók eitt frákast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.