Lífið

Stefnt að því að halda Þjóðhátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er bjartsýn á það að það verði hægt að halda Þjóðhátíð.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er bjartsýn á það að það verði hægt að halda Þjóðhátíð. MYND/TRYGGVI MÁR

„Ef þetta plan stjórnvalda um afléttingar á þessum takmörkunum gengur eftir þá held ég að við Íslendingar séu öll að fá allavega lengra og skemmtilegra sumar en í fyrra. Við fengum allavega júní og júlí í fyrra en svo var allt hert upp aftur og það var enginn Þjóðhátíð,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

 Nú liggur fyrir að búið sé að aflýsa viðburði eins og Fiskideginum á Dalvík og fleiri hátíðir í sumar.

„Það liggur ekkert á að slá Þjóðhátíð út af borðinu í byrjun maí sem er í byrjun ágúst. Sérstaklega ekki núna þar sem það liggur fyrir áætlun stjórnvalda sem gerir það að verkum að við getum leyft okkur að hlakka til. Ég er ekki að segja að við séum farin að fagna en við getum samt leyft okkur að hlakka til. Það er áætlun um það að hér í sumar verði ekki takmarkanir. Það er unnið eftir því að það verði Þjóðhátíð og það er byrjað að undirbúa hátíðina. Það er alveg í góðu samtali við aðgerðarstjórn og alla aðila. Ef staðan verður þannig að hægt verði að halda Þjóðhátíð í byrjun ágúst þá verður að undirbúa hana.“ 

Þjóðhátíð er alltaf haldin fyrstu helgina í ágúst en ÍBV varð að aflýsa hátíðinni síðasta sumar.  Íris segir að um helgina verði Puffin Run haldið í Vestmannaeyjum.

„Þetta hlaup verður allt með þessu af mörkunum sem við erum búin að kynnast undanfarið.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.