Sport

Dag­skráin í dag: Leikir upp á líf og dauða í Domino's, Evrópu­deildin og fleira góð­gæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Narðvíkingar gætu komið sér í slæm mál tapi þeir gegn ÍR í dag.
Narðvíkingar gætu komið sér í slæm mál tapi þeir gegn ÍR í dag.

Ellefu beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása í dag. Þar má finna útsendingar úr heimi fótboltans, körfuboltans, golf og rafíþrótta.

Dagurinn hefst með útsendingu frá meistaramótinu á Kanaríeyjum en mótið er hluti af Evróputúrnum. Hefst útsendingin klukkan 13.00 á Stöð 2 Golf.

Klukkan 18.00 er það Wells Fargo meistaramótið á PGA túrnum og síðasta útsendin af golfinu í dag er Honda LPGA Thailand en útsending frá mótinu hefst klukkan þrjú í nótt.

Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í gær og Domino's Körfuboltakvöld mun gera umferðina upp klukkan 17.00. Þá hefst körfuboltafimmtudagur.

Klukkan 18.05 er það risa leikur Hauka og Hattar í fallbaráttunni og klukkan 20.05 er það svo ÍR gegn Njarðvík þar sem ansi mikilvæg stig eru einnig í boði. Domino's Tilþrifin gera svo allt upp klukkan 22.00.

Undanúrslitin í Evrópudeildinni klárast í kvöld. Man. United er með góða forystu gegn Roma en Villareal leiðir 2-1 gegn Arsenal. Hefjast leikirnir klukkan 19.00.

Fyrsti þáttur sumarsins af Pepsi Max mörkunum er á dagskránni klukkan 20.00 og Rauðvín og klakar á sínum stað klukkan 21.00.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×