Anníe Mist með Fjallið í CrossFit: Ég var alltaf smá stressuð um að ég myndi drepa Hafþór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 08:32 Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius hvetja Hafþór Júlíus Björnsson hér áfram. Instagram/@thorbjornsson Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius fengu það stóra verkefni að koma Fjallinu Hafþóri Júlíus Björnssyni í betra form fyrir bardagann við Eddie Hall í september. Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Box Aflraunir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Box Aflraunir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira