Anníe Mist með Fjallið í CrossFit: Ég var alltaf smá stressuð um að ég myndi drepa Hafþór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 08:32 Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius hvetja Hafþór Júlíus Björnsson hér áfram. Instagram/@thorbjornsson Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius fengu það stóra verkefni að koma Fjallinu Hafþóri Júlíus Björnssyni í betra form fyrir bardagann við Eddie Hall í september. Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Box Aflraunir Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Box Aflraunir Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti