Körfubolti

Sjáðu ótrúlega flautukörfu Ólafs sem tryggði Grindavík sigur gegn KR

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólafur Ólafsson tryggði Grindvíkingum sigur á lygilegan hátt.
Ólafur Ólafsson tryggði Grindvíkingum sigur á lygilegan hátt. vísir/daníel

Ólafur Ólafsson var hetja Grindvíkinga þegar þeir heimsóttu KR í Vesturbæinn í kvöld. Niðurstaðan 85-83 sigur gestanna, en flautukarfa Ólafs frá miðju réði úrslitum.

Gestirnir voru skrefi á undan nánast allan leikinn, og leiddu frá fyrstu mínútu.

Þegar komið var að fjórða leikhluta leiddu Grindvíkingar með 11 stigum. KR-ingar gáfust þó ekki upp og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn.

Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náðu KR-ingar loksins forystunni og þegar nokkrar sekúndur voru á klukkunni leiddu þeir með einu stigi og áttu innkast.

Ólafur Ólafsson komst inn í sendinguna og geistist fram völlinn og lét vaða rétt fyrir aftan miðju.

Boltinn endaði í spjaldinu og þaðan ofan í og Grindvíkingar fögnuðu því dramatískum tveggja stiga sigri.

Flautukörfu Ólafs má sjá hér að neðan.

Klippa: Flautukarfa Ólafs Ólafssonar gegn KR


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Darri: Við þurfum að sýna meiri stöðugleika

Darri Freyr Atlason, þjálfari KR var ekki ánægður með leik sinna manna eftir tapið gegn Grindavík. Sagði að það væri ekki gaman að tapa tveimur leikjum í röð á flautukörfu.

Það varð einhver að skjóta og ég bara tók það á mig

Ólafur Ólafsson leikmaður Grindvíkinga var að vonum ánægður eftir sigur kvöldsins á KR. Aðspurður um hvað hann hefði hugsað þegar hann sleppti boltanum í lokaskotinu sagði hann að hann hafi haft góða tilfinningu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.