Körfubolti

Þriðji leik­hlutinn lagði grunninn að sigri Vals

Anton Ingi Leifsson skrifar
Öflugur sigur hjá Val í kvöld á meðan Keflavík og Haukar misstígu sig.
Öflugur sigur hjá Val í kvöld á meðan Keflavík og Haukar misstígu sig.

Valur er með fjögurra stiga forystu á toppi Domino's deildar kvenna eftir 80-63 sigur á Skallagrím er deildarmeistararnir og bikarmeistararnir mættust á Hlíðarenda í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Valur var 17-14 yfir eftir fyrsta leikhlutann og var 39-32 yfir í hálfleik.

Valur steig á bensíngjöfina í þriðja leikhlutanum; vann hann með þrettán stigum og bætti í forystuna sem þær létu aldrei af hendi.

Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest í liði Vals. Gerði hún fjórtán stig og tók níu fráköst auk þess að gefa þrjár stoðsendingar. Kiana Johnson kom næst með þrettán stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar.

Keira Breeanne Robinson var stigahæst hjá Skallagrím með sautján stig og tíu fráköst sem og fjórar stoðsendingar. Embla Kristínardóttir skoraði sextán stig og tók átta fráköst.

Valur er eftir sigurinn með 30 stig á toppi deildarinnar en Skallagrímur er í fimmta sætinu með sextán stig.

Umferðin verður gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi klukkan 17.00 á morgun.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×