Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Haukar 73-65| Fjölnir endaði sigurgöngu Hauka

Andri Már Eggertsson skrifar
Körfubolti, Dominos deild kvk valur Fjölnir
Körfubolti, Dominos deild kvk valur Fjölnir Foto: Elín Björg Guðmundsdóttir

Fjölnir batt enda á 6 leikja sigurgöngu Hauka með sigri í Dalhúsum í kvöld. Góður seinni hálfleikur Fjölnis var það sem skildi liðan af og endaði leikurinn 73 - 65. 

Halldór Karl Þórsson hafði orð á því fyrir leik að það væri óvíst með heilsu Lina Pikciuté og hversu mikið hún gæti gefið í leik kvöldsins. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks þar sem hún mætti með mikla orku og gerði fyrstu tvær körfur leiksins.

Fjölnir mætti með mikinn kraft inn í annan leikhluta, þær settu niður góðar þriggja stiga körfur ásamt því að þétta vörnina sem skilaði þeim 8 stigum yfir.

Haukar unnu sig inn í leikinn um miðjan annan leikhluta. Þær áttu góðan kafla þar sem þær gátu loksins stoppað sóknarleik Fjölnis sem gaf þeim orku á hinum enda vallarins og áttu þær gott áhlaup 2 - 15 sem setti þær í bílstjórasætið og var staðan 29 - 34 þegar flautað var til hálfleiks.

Það var allt annað Fjölnis lið sem mætti inn í seinni hálfleik. Fjölnir spilaði frábærlega í þriðja leikhluta sem setti Haukana í allskyns vandræði sérstaklega sóknarlega og enduðu þær oft sóknir á erfiðum skotum eða kveiktu í klukkunni. Fjölnir unnu þriðja leikhluta 20 - 11.

Ariel Hearn er ólíkinda tól og frábær leikmaður sem Fjölnir reiðir sig mikið á, hún átti góð tilþrif um miðjan fjórða leikhluta setti hún niður algjöra ævintýra þrist þar sem hún virtist vera í engu jafnvæi en ofan í fór boltinn.

Fjölnir voru skyndilega komnar 11 stigum yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum og virtist allt ganga upp sem þær voru að gera á báðum endum vallarinns. Þær héldu síðan leikinn út og lokatölur 73 - 65. 

Af hverju vann Fjölnir?

Það var fyrst og síðast frábær seinni hálfleikur hjá Fjölni sem skildu liðin af í kvöld. Þær unnu seinni hálfleikinn með 13 stigum eftir að hafa verið undir í hálfleik.

Hverjar stóðu upp úr?

Ariel Hearn átti skínandi leik í liði Fjölnis, hún var algjör leiðtogi inn á vellinum og mátti sjá þegar liðsfélagar hennar voru farnar að missa tökin á leiknum mætti hún með góða körfur sem fór sem vítamín inn í liðið. Ariel endaði með 29 stig og 35 framlags punkta.

Lina Pikciuté var átti einnig góðan leik í liði Fjölnis hún skilaði 14 stigum ásamt því að taka heil 17 fráköst.

Sara Rún Hinriksdóttir átti fínan leik í liðið Hauka. Sara gerði 19 stig í leiknum og tók 9 fráköst. 

Hvað gekk illa?

Haukar áttu í miklum erfiðleikum með Fjölni inn í teignum. Fjölnir tók 55 fráköst og þar af 20 sóknarfráköst á móti aðeins 30 fráköstum hjá Haukunum.

Hvað gerist næst?

Fjölnir fer til Keflavíkur á laugardaginn næsta og hefst sá leikur klukkan 16:00. Haukar mæta Val á sama degi og hefst sá leikur klukkan 17:00 sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Bjarni Magnússon: Við töpum þessum leik á barráttu í fráköstum

Bjarni var afar svekktur með spilamennsku Hauka í kvöldVísir/Vilhelm

„Fjölnir átti þennan sigur skilið, þær voru betri en við í kvöld, orkustigið hjá þeim var betur stillt og því fór sem fór," sagði Bjarni þjálfari Hauka svekktur með sitt lið.

„Um miðjan fyrri hálfleik náðum við upp góðum kafla þar sem við spiluðum góða vörn og fórum að frákasta betur sem skilaði ódýrum körfum. Það dugar þó ekki að spila vel í nokkrar mínútur heldur verðum við spila vel allan leikinn til að ná sigri." 

Seinni hálfleikur Hauka var alls ekki góður og áttu þér sérstaklega í vandræðum með barráttuna og fráköstin sem Fjölnir voru að taka.

„Þær taka yfir 20 sóknarfráköst, sem gerir okkur svakalega erfitt fyrir, við vorum hikandi í sóknarleiknum og vantaði meiri vilja til að koma boltanum ofan í körfuna." 

„Fráköstin eru það sem öskrar á mig þegar ég lít á tölfræði blaðið, það er ekki al slæmt eftir að hafa fengið á sig 20 sóknarfráköst að Fjölnir skoraði aðeins 70 stig, ég horfi því jákvæðum augum á hluti varnarlega," sagði Bjarni að lokum.

Halldór Karl: Frábært að hafa tryggt okkur sæti í úrslitakeppninni

Halldór Karl þjálfari Fjölnis var hæst ánægður með leik kvöldsinsVísir/Fjölnir Karfa

„Eftir þennan sigur horfum við hýrum augum á þriðja sætið í töflunni sem er orðið góður möguleiki eftir leik kvöldsins. Það er frábært að við séum búnar að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni sem var stóra markmiðið á tímabilinu," sagði Halldór Karl.

Haukar áttu góðan kafla í fyrri hálfleik sem þær unnu með 13 stigum og voru gestirnir 5 stigum yfir þegar liðin héldu til hálfleiks.

„Í þessum kafla spiluðu Haukarnir frábæra vörn á okkur og ýttu okkur úr aðgerðunum sem við vildum fara í, það var jákvætt að vörnin okkar stóð líka vaktina," sagði Halldór sem var ánægður með að Haukarnir skoruðu bara 34 stig í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var í algeri eign Fjölnis og varð það til þess að liðið vann þennan leik.

„Við fengum gott framlag frá öllu liðinu í kvöld bæði byrjunarliðinu og bekknum sem varð til þess að við unnum leikinn."

Ariel Hearn var frábær í liði Fjölnis í kvöld hún gerði 23 stig í kvöld og var þjálfari hennar gríðalega sáttur með hennar spilamennsku.

„Hún er ótrúlegur karakter, hún var ósátt með spilamennsku sína í fyrri hálfleik og fór í smá hugleiðslu fyrir seinni hálfleikinn sem skilaði góðu verki. Allir í klúbbnum njóta góðs af því að hafa hana hérna, hún gefur mikið af sér til yngri flokkana og líta allir mjög upp til hennar bæði karla og kvenna," sagði Halldór að lokum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira