Sport

Dag­­skráin í dag: Stór­­leikur í Kefla­­vík, Körfu­­bolta­­kvöld, golf og Evrópu­mót í raf­körfu­bolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stjarnan mætir til Keflavíkur í Dominos-deild karla í kvöld.
Stjarnan mætir til Keflavíkur í Dominos-deild karla í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Dominos Körfuboltakvöld snýr aftur eftir pásu í kvöld að loknum stórleik Keflavíkur og Stjörnunnar. Þá er nóg af golfi á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20.00 hefst útsending fyrir stórleik Keflavíkur og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta. Að leik loknum, klukkan 22.00, hefst Dominos Körfuboltakvöld.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 22.00 hefst Hugel-Air Premia LA Open-mótið í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 16.50 er Evrópumót FIBA á dagskrá. Bein útsending frá leikjum Íslands á Evrópumóti FIBA í rafkörfubolta. Ísland keppir við lið frá Kýpur, Bosníu og Serbíu.

Stöð 2 Golf

Klukkan 13.00 er Gran Canaria Lopesan Open-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af Evróputúrnum. Klukkan 19.30 er Zurich Classic of New Orleans á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.